Finnar fengu sinn Lars frá Lars Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. október 2016 06:00 Backe bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem þjálfari Finnlands. vísir/anton „Ég talaði við hann áður en ég tók við starfinu og hann sagði mér að kýla á þetta,“ sagði Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, um Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi finnska landsliðsins í fótbolta í Laugardalnum í gær. Lallinn okkar sagði góðvini sínum til margra ára að taka við finnska starfinu eftir fjögur ár frá boltanum vitandi að Ísland og Finnland myndu mætast í undankeppni HM. Það gera þjóðirnar einmitt á Laugardalsvellinum í dag. „Við höfum verið vinir í mörg ár og eigum fyrirtæki saman. Það gengur reyndar ekki alveg nógu vel,“ sagði Backe og hló. „Annars höfum við ekkert talað saman um leikinn enda er Lars svo tengdur Íslandi.“Þeirra eigin Lars Að sitja blaðamannafund Backe í gær var merkilegt fyrir blaðamann því hæglega hefði verið hægt að loka augunum og ímynda sér að Lars Lagerbäck væri að þjálfa finnska liðið. Góðvinirnir eru mjög svipaðar týpur, tala svipaða ensku og hafa svipaðar fótboltapælingar. Annar er meira að segja kallaður Lasse og hinn Hasse. Þegar Lars tók við íslenska landsliðinu byrjaði hann á fjórum erfiðum vináttuleikjum sem töpuðust allir. Backe gerði það sama með Finnana en liðið hefur ekki unnið leik síðan hann tók við í byrjun árs. Tvö jafntefli í átta leikjum og sex töp fyrir þjóðum eins og Belgíu, Ítalíu og Þýskalandi. Það er engin tilviljun að finnska liðið er að byrja eins undir stjórn Hasse og íslenska gerði undir stjórn Lasse. „Við eigum þetta sameiginlegt. Þetta er eitthvað sem hefur virkað mjög vel hjá Lars. Þið byrjuðuð líka illa en komust í gang og vonandi verður þetta eins hjá okkur. Við Lars viljum alltaf spila við þá bestu því þá færðu bestu svörin og leikmennirnir geta mátað sig á móti þeim bestu og vita hvaða skref þeir þurfa að taka,“ sagði Backe. Finnska liðið gerði aftur á móti ekki eins og það íslenska og vann fyrsta leik sinn í undankeppni undir stjórn Lars. Finnar gerðu jafntefli við nýliða Kósóvó.Veit allt um Ísland Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali í aðdraganda leiksins að hann þekkti vel til vinnubragða Backe eftir tíma sinn með Lars. „Ég veit líka nákvæmlega hvernig þeir [Ísland] vinna. Og þá meina ég í smáatriðum,“ svaraði Backe um leið. „Ísland spilar eins á móti öllum liðum hvort sem það er heima eða úti en það er líka ein ástæða þess að liðinu gengur svona vel.“ Einhverjar breytingar gætu orðið á byrjunarliði Íslands vegna meiðsla en Backe ítrekaði orð sín mjög skýrt. „Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama á móti hverjum það spilar. Ísland spilaði alla leikina á EM með sama byrjunarliðið. Ef einhver á að komast í liðið verður annar að detta út vegna meiðsla. Annars er þetta alltaf eins,“ sagði Backe.Hvað gerir Heimir? Íslenska landsliðið verður án Kolbeins Sigþórssonar á morgun annan leikinn í röð. Jón Daði Böðvarsson er einnig tæpur en verði hann ekki með þarf Heimir að taka ákvörðun um hvort hann byrji með hinn sjóðheita Viðar Örn Kjartansson eða gefi Birni Bergmann Sigurðarsyni óvænt tækifæri í byrjunarliðinu. Alfreð og Viðar Örn eru frábrugðnir Kolbeini, Jóni Daða og Birni Bergmann sem eru stærri og sterkari og vinna meiri háloftavinnu. Einhverjar áherslubreytingar þurfa því að vera á liðinu af Alfreð og Viðar Örn byrja. Heimir og Lars reyndu að skapa meiri breidd í liðinu með því að prófa 50 leikmenn á milli undankeppni EM og lokamótsins og nú gæti reynt á hana. „Það er þess vegna að við viljum ekki að umræðan snúist um þá sem eru meiddir heldur þá sem munu spila í staðinn ef þeir koma inn. Við fundum það og sáum bæði fyrir EM og í Frakklandi að það eru fullt af mönnum sem eru tilbúnir og æstir í að spila. Ég veit að þeir munu spila vel þegar kallið kemur,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
„Ég talaði við hann áður en ég tók við starfinu og hann sagði mér að kýla á þetta,“ sagði Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, um Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi finnska landsliðsins í fótbolta í Laugardalnum í gær. Lallinn okkar sagði góðvini sínum til margra ára að taka við finnska starfinu eftir fjögur ár frá boltanum vitandi að Ísland og Finnland myndu mætast í undankeppni HM. Það gera þjóðirnar einmitt á Laugardalsvellinum í dag. „Við höfum verið vinir í mörg ár og eigum fyrirtæki saman. Það gengur reyndar ekki alveg nógu vel,“ sagði Backe og hló. „Annars höfum við ekkert talað saman um leikinn enda er Lars svo tengdur Íslandi.“Þeirra eigin Lars Að sitja blaðamannafund Backe í gær var merkilegt fyrir blaðamann því hæglega hefði verið hægt að loka augunum og ímynda sér að Lars Lagerbäck væri að þjálfa finnska liðið. Góðvinirnir eru mjög svipaðar týpur, tala svipaða ensku og hafa svipaðar fótboltapælingar. Annar er meira að segja kallaður Lasse og hinn Hasse. Þegar Lars tók við íslenska landsliðinu byrjaði hann á fjórum erfiðum vináttuleikjum sem töpuðust allir. Backe gerði það sama með Finnana en liðið hefur ekki unnið leik síðan hann tók við í byrjun árs. Tvö jafntefli í átta leikjum og sex töp fyrir þjóðum eins og Belgíu, Ítalíu og Þýskalandi. Það er engin tilviljun að finnska liðið er að byrja eins undir stjórn Hasse og íslenska gerði undir stjórn Lasse. „Við eigum þetta sameiginlegt. Þetta er eitthvað sem hefur virkað mjög vel hjá Lars. Þið byrjuðuð líka illa en komust í gang og vonandi verður þetta eins hjá okkur. Við Lars viljum alltaf spila við þá bestu því þá færðu bestu svörin og leikmennirnir geta mátað sig á móti þeim bestu og vita hvaða skref þeir þurfa að taka,“ sagði Backe. Finnska liðið gerði aftur á móti ekki eins og það íslenska og vann fyrsta leik sinn í undankeppni undir stjórn Lars. Finnar gerðu jafntefli við nýliða Kósóvó.Veit allt um Ísland Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali í aðdraganda leiksins að hann þekkti vel til vinnubragða Backe eftir tíma sinn með Lars. „Ég veit líka nákvæmlega hvernig þeir [Ísland] vinna. Og þá meina ég í smáatriðum,“ svaraði Backe um leið. „Ísland spilar eins á móti öllum liðum hvort sem það er heima eða úti en það er líka ein ástæða þess að liðinu gengur svona vel.“ Einhverjar breytingar gætu orðið á byrjunarliði Íslands vegna meiðsla en Backe ítrekaði orð sín mjög skýrt. „Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama á móti hverjum það spilar. Ísland spilaði alla leikina á EM með sama byrjunarliðið. Ef einhver á að komast í liðið verður annar að detta út vegna meiðsla. Annars er þetta alltaf eins,“ sagði Backe.Hvað gerir Heimir? Íslenska landsliðið verður án Kolbeins Sigþórssonar á morgun annan leikinn í röð. Jón Daði Böðvarsson er einnig tæpur en verði hann ekki með þarf Heimir að taka ákvörðun um hvort hann byrji með hinn sjóðheita Viðar Örn Kjartansson eða gefi Birni Bergmann Sigurðarsyni óvænt tækifæri í byrjunarliðinu. Alfreð og Viðar Örn eru frábrugðnir Kolbeini, Jóni Daða og Birni Bergmann sem eru stærri og sterkari og vinna meiri háloftavinnu. Einhverjar áherslubreytingar þurfa því að vera á liðinu af Alfreð og Viðar Örn byrja. Heimir og Lars reyndu að skapa meiri breidd í liðinu með því að prófa 50 leikmenn á milli undankeppni EM og lokamótsins og nú gæti reynt á hana. „Það er þess vegna að við viljum ekki að umræðan snúist um þá sem eru meiddir heldur þá sem munu spila í staðinn ef þeir koma inn. Við fundum það og sáum bæði fyrir EM og í Frakklandi að það eru fullt af mönnum sem eru tilbúnir og æstir í að spila. Ég veit að þeir munu spila vel þegar kallið kemur,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira