Úr drullunni verður fegurðin til Magnús Guðmundsson skrifar 6. október 2016 11:15 Tolli og aðstoðarmaður hans voru í óða önn við að hengja upp myndir vítt og breytt um Kringluna í gær. Visir/GVA Það vakti með mörgum hneykslan í heimi listarinnar þegar myndlistarmaðurinn Tolli opnaði sýningu á olíumálverkum í Kringlunni fyrir rúmum tuttugu árum. Hann lét það þó það allt sem vind um eyru þjóta og hefur haldið ótrauður áfram að færa listina til almennings með ýmsum hætti og í dag opnar hann að nýju sýningu í Kringlunni. „Þetta er auðvitað það sem ábyrgir aðilar eiga að sinna. Það er allt gott um það að segja að vera með listasöfn og gallerí en við eigum að vera í því að brjóta landamæri. Þegar það er gert á þennan hátt, sem er bara fokking snilld, þá bara býr maður til gallerí inni á torginu þar sem fólkið er. Þetta er meiri snertiflötur við samfélagið en það er nokkurn tíma hægt að ná í galleríi. Auðvitað sýnir maður líka í galleríi og ég er ekkert að setja út á það. En ég vil nýta svona tækifæri og fara í áttina að fólki frekar en frá því.“ Tolli segir að það sé ekki laust við að sýning í rými á borð við Kringluna sé hugsuð aðeins öðruvísi en til að mynda sýning í galleríi. „Ég er til að mynda hér með seríu af portrettmyndum af fólki að hugleiða sem er sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu. Mig langaði til þess að koma með þetta andrúmsloft inn í þennan asa sem er hérna og þetta er reyndar þemaskipt sýning en allir kaflarnir hafa þó að gera með hugann. Ég er með náttúruna, móður jörð, í landslagsmyndum sem hafa verið mínar ær og kýr. Svo kemur tilvistin og þá kemur íslenska eyðibýlið inn, en það hefur verið svona ákveðin þráhyggja hjá mér. Í einsemd sinni endurspeglar eyðibýlið hverfulleika lífsins. Þú fæðist, eldist og deyrð. Það er ákveðin fegurð í því. Svo er ég með abstrakt, expressjónískar myndir sem er óreiða hugans og að lokum myndir af Búdda en búnar til úr alls konar drasli. Þetta er magnað stöff þar sem maður er að leika sér með goðsögnina um lótusblómið og forina; úr drullunni verður fegurðin til. Við þroskumst í andstreyminu. Síðan er ég með þessar myndir af fólki að hugleiða sem vísa til þess að það er öllum eðlilegt og náttúrulegt að hugleiða. Og það er líka eins gott að við gerum það því þetta er öflugasta leiðin til þess að díla við það að sitja uppi með heila eins og við erum með. Undirrót allra vandræða okkar. Við mannkynið erum í vandræðum í dag og það er ekki út af kapítalisma eða kommúnisma heldur út af huganum. Hitt er bara afleiðing og þar er hugleiðing beisik hlutur. Ég er því að spá í að hugleiða hér í hádeginu alla daga á meðan á sýningunni stendur. Nú er ég að opna á morgun og þá byrja ég strax að vera á staðnum og ráfa hér um eins og draugur í rauðum slopp með nátthúfu.“ Segir Tolli og skellihlær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. október. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það vakti með mörgum hneykslan í heimi listarinnar þegar myndlistarmaðurinn Tolli opnaði sýningu á olíumálverkum í Kringlunni fyrir rúmum tuttugu árum. Hann lét það þó það allt sem vind um eyru þjóta og hefur haldið ótrauður áfram að færa listina til almennings með ýmsum hætti og í dag opnar hann að nýju sýningu í Kringlunni. „Þetta er auðvitað það sem ábyrgir aðilar eiga að sinna. Það er allt gott um það að segja að vera með listasöfn og gallerí en við eigum að vera í því að brjóta landamæri. Þegar það er gert á þennan hátt, sem er bara fokking snilld, þá bara býr maður til gallerí inni á torginu þar sem fólkið er. Þetta er meiri snertiflötur við samfélagið en það er nokkurn tíma hægt að ná í galleríi. Auðvitað sýnir maður líka í galleríi og ég er ekkert að setja út á það. En ég vil nýta svona tækifæri og fara í áttina að fólki frekar en frá því.“ Tolli segir að það sé ekki laust við að sýning í rými á borð við Kringluna sé hugsuð aðeins öðruvísi en til að mynda sýning í galleríi. „Ég er til að mynda hér með seríu af portrettmyndum af fólki að hugleiða sem er sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu. Mig langaði til þess að koma með þetta andrúmsloft inn í þennan asa sem er hérna og þetta er reyndar þemaskipt sýning en allir kaflarnir hafa þó að gera með hugann. Ég er með náttúruna, móður jörð, í landslagsmyndum sem hafa verið mínar ær og kýr. Svo kemur tilvistin og þá kemur íslenska eyðibýlið inn, en það hefur verið svona ákveðin þráhyggja hjá mér. Í einsemd sinni endurspeglar eyðibýlið hverfulleika lífsins. Þú fæðist, eldist og deyrð. Það er ákveðin fegurð í því. Svo er ég með abstrakt, expressjónískar myndir sem er óreiða hugans og að lokum myndir af Búdda en búnar til úr alls konar drasli. Þetta er magnað stöff þar sem maður er að leika sér með goðsögnina um lótusblómið og forina; úr drullunni verður fegurðin til. Við þroskumst í andstreyminu. Síðan er ég með þessar myndir af fólki að hugleiða sem vísa til þess að það er öllum eðlilegt og náttúrulegt að hugleiða. Og það er líka eins gott að við gerum það því þetta er öflugasta leiðin til þess að díla við það að sitja uppi með heila eins og við erum með. Undirrót allra vandræða okkar. Við mannkynið erum í vandræðum í dag og það er ekki út af kapítalisma eða kommúnisma heldur út af huganum. Hitt er bara afleiðing og þar er hugleiðing beisik hlutur. Ég er því að spá í að hugleiða hér í hádeginu alla daga á meðan á sýningunni stendur. Nú er ég að opna á morgun og þá byrja ég strax að vera á staðnum og ráfa hér um eins og draugur í rauðum slopp með nátthúfu.“ Segir Tolli og skellihlær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. október.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira