Ragnar: Tek markið 100% á mig Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2016 21:27 Ragnar í baráttunni í kvöld. vísir/anton Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. „Nei, ég sá það ekki, en það var dæmt mark og ég tek þetta mark 100% á mig," sagði Ragnar í samtali við Vísi í leikslok, en markið umtalaða má sjá hér. „Það er búið að dæma þetta og það er ekki hægt að breyta þessu, en það er auðvitað alltaf skemmtilegra ef allt er "fair and square". Við tökum þessi þrjú stig og erum skítsama um hitt." „Þegar við höfum þurft mark þá trúum við á það. Þegar við höfum trú á því þá dettur það inn," en fór engin ónotatilfinning um Ragnar þegar hann sá að boltinn var ekki á leiðinni inn? „Maður byrjaði að hugsa það á tímabili, en maður er búinn að vera í þessu frekar lengi núna og maður veit að það þarf svo lítið til þess að boltinn fari inn." „Það besta sem við getum gert er að klára leikina eins og við erum vanir að gera." „Ég er sérstaklega ósáttur með síðara markið. Það er erfitt að eiga við fyrirgjafir og stundum er maður frír í teignum, en í síðari markinu erum við bara ekki nægilega grimmir." Ragnar segir að yfirleitt sé hann mjög ósáttur með að fá á sig tvö mörk, en hann líti framhjá því í ljósi sigursins í kvöld. „Það er mjög pirrandi. Vanalega væri ég ógeðslega pirraður að hafa fengið á mig tvö mörk, en þetta var svo ógeðslega sætur sigur að mér er bara alveg sama." „Þegar þetta spilast ekki eins og við viljum þá verðum við að vinna leikina svona. Mér finnst frábært að við getum unnið leiki á svona marga vegu. Það sýnir bara hversu góðan hóp og frábært lið við erum með," sagði Ragnar virkilega sáttur í leikslok. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. 6. október 2016 20:54 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. „Nei, ég sá það ekki, en það var dæmt mark og ég tek þetta mark 100% á mig," sagði Ragnar í samtali við Vísi í leikslok, en markið umtalaða má sjá hér. „Það er búið að dæma þetta og það er ekki hægt að breyta þessu, en það er auðvitað alltaf skemmtilegra ef allt er "fair and square". Við tökum þessi þrjú stig og erum skítsama um hitt." „Þegar við höfum þurft mark þá trúum við á það. Þegar við höfum trú á því þá dettur það inn," en fór engin ónotatilfinning um Ragnar þegar hann sá að boltinn var ekki á leiðinni inn? „Maður byrjaði að hugsa það á tímabili, en maður er búinn að vera í þessu frekar lengi núna og maður veit að það þarf svo lítið til þess að boltinn fari inn." „Það besta sem við getum gert er að klára leikina eins og við erum vanir að gera." „Ég er sérstaklega ósáttur með síðara markið. Það er erfitt að eiga við fyrirgjafir og stundum er maður frír í teignum, en í síðari markinu erum við bara ekki nægilega grimmir." Ragnar segir að yfirleitt sé hann mjög ósáttur með að fá á sig tvö mörk, en hann líti framhjá því í ljósi sigursins í kvöld. „Það er mjög pirrandi. Vanalega væri ég ógeðslega pirraður að hafa fengið á mig tvö mörk, en þetta var svo ógeðslega sætur sigur að mér er bara alveg sama." „Þegar þetta spilast ekki eins og við viljum þá verðum við að vinna leikina svona. Mér finnst frábært að við getum unnið leiki á svona marga vegu. Það sýnir bara hversu góðan hóp og frábært lið við erum með," sagði Ragnar virkilega sáttur í leikslok.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. 6. október 2016 20:54 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45
Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. 6. október 2016 20:54
Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09