„Fannst aldrei þurfa að skipta því enginn var að spila illa“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2016 21:52 Björn Bergmann í háloftunum í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Heimir Hallgrímsson beið lengi með að skipta varamönnum inn á í leiknum í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson kom nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið en margir höfðu reiknað með að Viðar Örn Kjartansson myndi byrja. „Björn Bergmann hefur þá eiginleika sem Kolbeinn (Sigþórsson) og Jón Daði (Böðvarsson) hafa. Hann er sterkur í lofitnu og með líkamlega viðveru,“ sagði Heimir. Ísland þyrfti oft að spila löngum boltum og þá væri gott að hafa þessa eiginleika í framlínunni. „Fyrir utan hvað hann er góður í fótbolta og hefur góða kosti.“ Björn Bergmann fór af velli eftir 75 mínútur en margir hefðu viljað sjá þá skiptingu koma fyrr. Viðar Örn kom inn á fyrir Björn. „Ég held að allir hafi séð hve góður hann (Björn Bergmann) er í fótbolta. Það er í rauninni ástæðan fyrir því að við völdum hann frammi. við höfum spilað með Viðar og Alfreð. Þeirra leikstíll er svipaður, góðir í teignum og vilja fá boltann bak við varnir.“ Síðari skipting Íslands í leiknum kom á 86. mínútu þegar Birkir Már, sem átti ekki sinn besta dag, fór af velli fyrir Theodór Elmar Bjarnason. Fjórum mínútum síðar jafnaði Ísland og svo kom sigurmarkið í blálokin. „Mér fannst aldrei þurfa að skipta því enginn var að spila illa,“ sagði Heimir aðspurður um skipingarnar. Hann viðurkenndi að sigurinn væri mikill léttir enda stefndi allt í óefni. Nú væri Ísland orðin þekkt stærð sem lið leikgreindu í þaula og vanmátu ekki.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Heimir Hallgrímsson beið lengi með að skipta varamönnum inn á í leiknum í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson kom nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið en margir höfðu reiknað með að Viðar Örn Kjartansson myndi byrja. „Björn Bergmann hefur þá eiginleika sem Kolbeinn (Sigþórsson) og Jón Daði (Böðvarsson) hafa. Hann er sterkur í lofitnu og með líkamlega viðveru,“ sagði Heimir. Ísland þyrfti oft að spila löngum boltum og þá væri gott að hafa þessa eiginleika í framlínunni. „Fyrir utan hvað hann er góður í fótbolta og hefur góða kosti.“ Björn Bergmann fór af velli eftir 75 mínútur en margir hefðu viljað sjá þá skiptingu koma fyrr. Viðar Örn kom inn á fyrir Björn. „Ég held að allir hafi séð hve góður hann (Björn Bergmann) er í fótbolta. Það er í rauninni ástæðan fyrir því að við völdum hann frammi. við höfum spilað með Viðar og Alfreð. Þeirra leikstíll er svipaður, góðir í teignum og vilja fá boltann bak við varnir.“ Síðari skipting Íslands í leiknum kom á 86. mínútu þegar Birkir Már, sem átti ekki sinn besta dag, fór af velli fyrir Theodór Elmar Bjarnason. Fjórum mínútum síðar jafnaði Ísland og svo kom sigurmarkið í blálokin. „Mér fannst aldrei þurfa að skipta því enginn var að spila illa,“ sagði Heimir aðspurður um skipingarnar. Hann viðurkenndi að sigurinn væri mikill léttir enda stefndi allt í óefni. Nú væri Ísland orðin þekkt stærð sem lið leikgreindu í þaula og vanmátu ekki.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07
Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37
Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27
Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52
Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30