Fótbolti

Hér er sigurmark Íslands í endursýningu | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland vann umdeildan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld, eins og fjallað hefur verið ítarlega um.

Ísland skoraði sigurmarki eftir að uppgefinn uppbótartími var liðinn og voru Finnar afar ósáttir við að markið hafi fengið að standa.

„Dómarinn tók af okkur að minnsta kosti stig. Boltinn var ekki inni og ég var með vinstri höndina fyrir aftan boltann og hægri höndina ofan á honum,“ sagði Lukas Hradecky, markvörður finnska liðsins.

Hér fyrir ofan má sjá sigurmark Íslands og endursýningar af því.


Tengdar fréttir

Lukas Hradecky: Fjárans skandall

Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld.

Alfreð: Þetta var bara eitthvað rugl

Alfreð Finnbogason, framherji Íslands, var að vonum ánægður með sigurinn í leikslok, en Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma eftir fyrirgjöf Gylfa Sigurðssonar.

Ragnar: Tek markið 100% á mig

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×