Fótbolti

Rikki G missti sig er Ísland skoraði sigurmarkið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Íþróttalýsandi Stöðvar 2 Sport Ríkharð Óskar Guðnason drekkur líklega te í dag þar sem hann svo gott sem kláraði röddina er Ísland skoraði sigurmarkið gegn Finnlandi í gær.

Dramatíkin var alls ráðandi á Laugardalsvellinum í gær og þessi endurkoma strákanna okkar verður lengi í minnum höfð.

Er Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark leiksins þá gjörsamlega missti Rikki sig í lýsingunni rétt eins og áhorfendur slepptu sér lausum í taumlausri gleði á Laugardalsvelli.

Sjá má markið góða, og umdeilda, með lýsingu Rikka hér að ofan.


Tengdar fréttir

Lukas Hradecky: Fjárans skandall

Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld.

Í hvaða heimi er þetta ekki rautt spjald? | Myndir

Niklas Moisander, fyrirliði finnska fótboltalandsliðsins, lét skapið hlaupa með sig í gönur eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld.

Ragnar: Tek markið 100% á mig

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×