Fótbolti

Íslensku EM-elskurnar notuðu kraft Óðins og komu til baka gegn Finnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson átti skot í stöng og slá.
Gylfi Þór Sigurðsson átti skot í stöng og slá. vísir/anton
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta unnu dramatískan sigur, 3-2, á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í gærkvöldi.

Þegar 89 mínútur voru liðnar af leiknum benti ekkert til þess að Ísland væri að fara að vinna leikinn en ótrúlegur kafli undir lokin skilaði mikilvægum þremur stigum í hús.

Mikið var rætt um leikinn á Twitter, bæði hjá Íslendingum og öðrum, en veðmálasíður, fótboltasíður og fleiri á samfélagsmiðlinum létu vita að fótboltaævintýið héldi áfram á Íslandi.

Strákarnir okkar eru kallaðir EM-elskurnar eftir frammistöðuna í Frakklandi í sumar og þá var sagt að okkar menn hefðu notað kraft Óðins til að koma til baka og vinna leikinn.

Hér að neðan má sjá okkur mjög skemmtileg tíst um sigur strákanna okkar.


Tengdar fréttir

Rikki G missti sig er Ísland skoraði sigurmarkið

Íþróttalýsandi Stöðvar 2 Sport Ríkharð Óskar Guðnason drekkur líklega te í dag þar sem hann svo gott sem kláraði röddina er Ísland skoraði sigurmarkið gegn Finnlandi í gær.

Veislunni bjargað á ögurstundu

Íslenska landsliðið í fótbolta vann mikilvægan heimasigur á Finnlandi, 3-2, á Laugardalsvellinum í gærkvöldi eftir að lenda tvisvar undir. Strákarnir okkar sýndu að þeir geta unnið leiki á ýmsa vegu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×