Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Karl Lúðvíksson skrifar 7. október 2016 11:58 Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumaður Það eru margar matreiðslubækurnar sem veiðimenn glugga í þegar á að elda aflann en fáar bækur hafa þó verið jafn vinsælar og Stóra Bókin um villibráð. Bókin hefur verið svo til ófáanleg í nokkur ár enda mjög vinsæl meðal veiðimanna þar sem í henni má finna fjöldann allann af uppskriftum eftir Úlfar Finnbjörnsson sem er einn þekktasti matreiðslumaður landsins. Nú er bókin komin út eftir og eftit smá breytingar eða viðbætur en í hana hefur verið bætt nýjum kafla um ferskvatnsfiska sem inniheldur uppskriftir með laxi, bleikju, urriða og ál. Einnig sýnir Úlfar hvernig á að gera að þessum fiskum. Úgáfu bókarinnar verður fagnað í dag í Veiðihorninu Síðumúla 8 frá 17-19 þar sem bókin verður kynnt. Úlfar Finnbjörnsson verður á staðnum til að elda nokkra rétti úr bókinni og væntanlega árita einhver eintök líka. Þar sem stangveiðitímabilinu fer senn að ljúka og skotveiðitímabilið stendur sem hæst leynast klárlega einhverjar skemmtilegar uppskriftir sem unnendur villibráðar eiga eftir að prófa. Mest lesið Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Spennandi veiðileyfi í lax í júní Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði
Það eru margar matreiðslubækurnar sem veiðimenn glugga í þegar á að elda aflann en fáar bækur hafa þó verið jafn vinsælar og Stóra Bókin um villibráð. Bókin hefur verið svo til ófáanleg í nokkur ár enda mjög vinsæl meðal veiðimanna þar sem í henni má finna fjöldann allann af uppskriftum eftir Úlfar Finnbjörnsson sem er einn þekktasti matreiðslumaður landsins. Nú er bókin komin út eftir og eftit smá breytingar eða viðbætur en í hana hefur verið bætt nýjum kafla um ferskvatnsfiska sem inniheldur uppskriftir með laxi, bleikju, urriða og ál. Einnig sýnir Úlfar hvernig á að gera að þessum fiskum. Úgáfu bókarinnar verður fagnað í dag í Veiðihorninu Síðumúla 8 frá 17-19 þar sem bókin verður kynnt. Úlfar Finnbjörnsson verður á staðnum til að elda nokkra rétti úr bókinni og væntanlega árita einhver eintök líka. Þar sem stangveiðitímabilinu fer senn að ljúka og skotveiðitímabilið stendur sem hæst leynast klárlega einhverjar skemmtilegar uppskriftir sem unnendur villibráðar eiga eftir að prófa.
Mest lesið Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Spennandi veiðileyfi í lax í júní Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði