Hannes: Kvaldist af stressi Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. október 2016 13:15 Hannes Þór á æfingu með markvörðunum í Egilshöll í morgun. vísir/ernir Hannes Þór Halldórsson gat ekki staðið vaktina í marki íslenska landsliðsins í fótbolta í gærkvöldi þegar það vann magnaðan endurkomusigur, 3-2, í undankeppni HM 2018. Hannes sagði við Vísi eftir leikinn í gær að hann ætlaði sér að spila á sunnudaginn og það hafði ekkert breyst þegar blaðamaður hitti hann á landsliðsæfingu í morgun. „Ég stend við það,“ sagði Hannes Þór, en Ögmundur Kristinsson varði mark Íslands í fjarveru Hannesar í gærkvöldi. En hvað amar að Hannesi? „Ég fékk alvöru högg á lærið á sunnudaginn þegar ég spilaði á móti Bröndby. Það var minn eigin varnarmaður sem kom með fullorðins skriðtæklingu inn í lærið á mér. Það blæddi inn á vöðvann og mikil eymsli verið í lærinu.“ „Það tekur tíma að jafna sig á þessu. Ég var í kapphlaupi við tímann að ná leiknum gegn Finnlandi. Ég var stanslaust í meðhöndlun en eftir mikil fundarhöld með læknateyminu var úrskurðað ég gæti ekki spilað gegn Finnlandi en á móti kemur að ég verð algjörlega ferskur á sunnudaginn gegn Tyrklandi,“ sagði Hannes.Það getur verið erfitt fyrir leikmenn að sitja á tréverkinu og fylgjast með félögum sínum reyna að sækja stig á síðustu mínútum leiksins. Það tókst heldur betur í gær með tveimur mörkum á ögurstundu. „Þetta var rosalegt. Ég hélt að það væri ekki hægt að upplifa jafnsterka sigurvímu ef maður spilaði ekki leikinn. En síðan lá maður þarna í óþægindakuðung og kvaldist af stressi. Ég var miklu stressaðari en þegar ég spila leikina sjálfur,“ sagði Hannes. „Þegar þessir drengir náðu að snúa þessu við sprakk út sigurvíma og ég réð mér ekki fyrir kæti. Þetta var alveg magnað. Auðvitað vill maður alltaf spila en þetta var öðruvísi upplifun og fór eins og best verður á kosið.“ „Það gerist ekkert oft að lið nái að snúa við leik í uppbótartíma og vinna hann. Það gerist kannski í eitt skipti af hverjum 500 en þarna datt þetta með okkur. Það var gaman að upplifa þetta,“ sagði Hannes Þór Halldórsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir um umdeilda markið: „Mér er alveg sama hvort hann var inni eða ekki“ Landsliðsþjálfarinn búinn að horfa á fyrri hálfleikinn aftur en fór svo að sofa. 7. október 2016 12:45 Norski dómarinn má ekki tjá sig um markið Norskir fjölmiðlar settu sig í samband við dómara leiks Íslands og Finnlands í gær. 7. október 2016 11:00 Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum. 7. október 2016 08:47 Þýsk rokksveit gerir víkingaklappið að lagi Ef víkingaklappið var ekki orðið ódauðlegt nú þegar þá er það orðið ódauðlegt núna því þýsk hljómsveit er búin að breyta klappinu í lag. 7. október 2016 12:28 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson gat ekki staðið vaktina í marki íslenska landsliðsins í fótbolta í gærkvöldi þegar það vann magnaðan endurkomusigur, 3-2, í undankeppni HM 2018. Hannes sagði við Vísi eftir leikinn í gær að hann ætlaði sér að spila á sunnudaginn og það hafði ekkert breyst þegar blaðamaður hitti hann á landsliðsæfingu í morgun. „Ég stend við það,“ sagði Hannes Þór, en Ögmundur Kristinsson varði mark Íslands í fjarveru Hannesar í gærkvöldi. En hvað amar að Hannesi? „Ég fékk alvöru högg á lærið á sunnudaginn þegar ég spilaði á móti Bröndby. Það var minn eigin varnarmaður sem kom með fullorðins skriðtæklingu inn í lærið á mér. Það blæddi inn á vöðvann og mikil eymsli verið í lærinu.“ „Það tekur tíma að jafna sig á þessu. Ég var í kapphlaupi við tímann að ná leiknum gegn Finnlandi. Ég var stanslaust í meðhöndlun en eftir mikil fundarhöld með læknateyminu var úrskurðað ég gæti ekki spilað gegn Finnlandi en á móti kemur að ég verð algjörlega ferskur á sunnudaginn gegn Tyrklandi,“ sagði Hannes.Það getur verið erfitt fyrir leikmenn að sitja á tréverkinu og fylgjast með félögum sínum reyna að sækja stig á síðustu mínútum leiksins. Það tókst heldur betur í gær með tveimur mörkum á ögurstundu. „Þetta var rosalegt. Ég hélt að það væri ekki hægt að upplifa jafnsterka sigurvímu ef maður spilaði ekki leikinn. En síðan lá maður þarna í óþægindakuðung og kvaldist af stressi. Ég var miklu stressaðari en þegar ég spila leikina sjálfur,“ sagði Hannes. „Þegar þessir drengir náðu að snúa þessu við sprakk út sigurvíma og ég réð mér ekki fyrir kæti. Þetta var alveg magnað. Auðvitað vill maður alltaf spila en þetta var öðruvísi upplifun og fór eins og best verður á kosið.“ „Það gerist ekkert oft að lið nái að snúa við leik í uppbótartíma og vinna hann. Það gerist kannski í eitt skipti af hverjum 500 en þarna datt þetta með okkur. Það var gaman að upplifa þetta,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir um umdeilda markið: „Mér er alveg sama hvort hann var inni eða ekki“ Landsliðsþjálfarinn búinn að horfa á fyrri hálfleikinn aftur en fór svo að sofa. 7. október 2016 12:45 Norski dómarinn má ekki tjá sig um markið Norskir fjölmiðlar settu sig í samband við dómara leiks Íslands og Finnlands í gær. 7. október 2016 11:00 Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum. 7. október 2016 08:47 Þýsk rokksveit gerir víkingaklappið að lagi Ef víkingaklappið var ekki orðið ódauðlegt nú þegar þá er það orðið ódauðlegt núna því þýsk hljómsveit er búin að breyta klappinu í lag. 7. október 2016 12:28 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Sjá meira
Heimir um umdeilda markið: „Mér er alveg sama hvort hann var inni eða ekki“ Landsliðsþjálfarinn búinn að horfa á fyrri hálfleikinn aftur en fór svo að sofa. 7. október 2016 12:45
Norski dómarinn má ekki tjá sig um markið Norskir fjölmiðlar settu sig í samband við dómara leiks Íslands og Finnlands í gær. 7. október 2016 11:00
Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum. 7. október 2016 08:47
Þýsk rokksveit gerir víkingaklappið að lagi Ef víkingaklappið var ekki orðið ódauðlegt nú þegar þá er það orðið ódauðlegt núna því þýsk hljómsveit er búin að breyta klappinu í lag. 7. október 2016 12:28