Fótbolti

Bumbubolti á landsliðsæfingu | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Skipt í tvennt. Atvinnumenn vinstra megin og áhugamenn hægra megin. Svo einn leikmaður úr 2. deild sem skorar lítið í miðjunni.
Skipt í tvennt. Atvinnumenn vinstra megin og áhugamenn hægra megin. Svo einn leikmaður úr 2. deild sem skorar lítið í miðjunni. vísir/ernir
Þeir leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta sem spiluðu ekki gegn Finnlandi í 3-2 sigrinum á Laugardalsvelli í gærkvöldi voru mættir á æfingu í Egilshöll í morgun. Æfingin átti upphaflega að fara fram á Laugardalsveli en vegna veðurs var hún færð inn eins og var gert á mánudagskvöldið.

Það var eðlilega létt yfir mannskapnum enda fyrsti sigurinn í undankeppninni kominn og þrjú stig í hús í erfiðum leik. Íslenska liðið hefur ekki tapað í mótsleik á heimavelli í níuleikjum í röð eða síðan strákanir töpuðu fyrir Slóveníu í júní 2013.

Egilshöllin er vanalega þétt setin og margir um hituna þegar kemur að því að fá tíma. Landsliðið tók tíma af Borgarholtsskóla í morgun og fékk annan vallarhelminginn. Þar voru atvinnumenn á ferð en á hinum vallarhelmingnum voru áhugamenn í bumbubolta.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Egilshöll í morgun og tók myndir á æfingunni en á einni þeirra má sjá atvinnu- og landsliðsmennina æfa fyrir stórleik í undankeppni HM 2018 öðru megin og áhugamenn leika sér í bumbubolta hinum megin.




Tengdar fréttir

Hannes: Kvaldist af stressi

Markvörðurinn sem missti af leiknum vegna meiðsla missti sig af gleði í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×