Gylfi: Mikill heiður að leiða liðið út Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 8. október 2016 12:07 Gylfi skýtur í átt að marki Finnlands á fimmtudaginn vísir/anton Gylfi Þór Sigurðsson mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöll sem fyrirliði annað kvöld þegar Ísland tekur á móti Tyrklandi. Gylfi verður fyrirliði í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem tekur út leikbann. „Það er mikill heiður að fá að leiða liðið út. Þetta er mitt fyrsta skipti. Það er eitthvað sem maður dreymdi um þegar maður var lítill,“ sagði Gylfi á blaðamannafundi í morgun. „Mitt helsta markmið er ekkert að vera fyrirliði hjá liði. Það er ekki það sem ég hugsa um en ég er mjög stoltur að vera fyrirliði núna og það verður sérstök stund fyrir mig á morgun að leiða liðið út.“ Gylfi og Aron hafa myndað öflugt teymi inn á miðri miðju Íslands en Gylfi óttast ekki að hann nái ekki samskonar tengslum við hvern þann sem kemur inn í liði fyrir Aron. „Hver sem kemur inn á miðja miðjuna þá þekki ég hann mjög vel og er búinn að spila með honum í mörg ár. „Það er þægilegt að hafa Aron til að bakka mann upp þegar maður fer fram á við. En ég veit að ef Aron fer fram þá sit ég og ég býst við því að sá sem kemur inn sinni meira varnarhlutverki en ég á morgun. Við þekkjumst allir vel í hópnum þannig að það verður ekkert vesen,“ sagði miðjumaðurinn öflugi. Ísland vann Finnland á fimmtudaginn og sagði Gylfa þrjá daga vera nægan tíma á milli leikja til að jafna sig. „Mér líður vel. Við erum vanir þessu flestir, að spila með stuttu millibili. Við fáum tvo heila daga til að jafna okkur sem er nóg. Það er fínt að spila á þriðja degi. Fyrir utan þá sem fengu högg í síðasta leik þá eru allir í toppmálum,“ sagði Gylfi sem býst við allt öðruvísi leik en á fimmtudaginn gegn Finnlandi. „Já, þeir eru bæði betri tæknilega og með betri leikmenn. Þeir koma örugglega hingað til að sækja þrjú stig. Þeir munu sækja meira en Finnarnir gerðu. Ég býst við að Tyrkirnir komi hingað til að sækja þrjú stig, sem gæti hjálpað okkur. „Þetta verður samt sem áður mjög erfiður leikur. Við verðum að spila mjög góðan fótbolta og mjög vel til að ná í þrjú stig,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöll sem fyrirliði annað kvöld þegar Ísland tekur á móti Tyrklandi. Gylfi verður fyrirliði í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem tekur út leikbann. „Það er mikill heiður að fá að leiða liðið út. Þetta er mitt fyrsta skipti. Það er eitthvað sem maður dreymdi um þegar maður var lítill,“ sagði Gylfi á blaðamannafundi í morgun. „Mitt helsta markmið er ekkert að vera fyrirliði hjá liði. Það er ekki það sem ég hugsa um en ég er mjög stoltur að vera fyrirliði núna og það verður sérstök stund fyrir mig á morgun að leiða liðið út.“ Gylfi og Aron hafa myndað öflugt teymi inn á miðri miðju Íslands en Gylfi óttast ekki að hann nái ekki samskonar tengslum við hvern þann sem kemur inn í liði fyrir Aron. „Hver sem kemur inn á miðja miðjuna þá þekki ég hann mjög vel og er búinn að spila með honum í mörg ár. „Það er þægilegt að hafa Aron til að bakka mann upp þegar maður fer fram á við. En ég veit að ef Aron fer fram þá sit ég og ég býst við því að sá sem kemur inn sinni meira varnarhlutverki en ég á morgun. Við þekkjumst allir vel í hópnum þannig að það verður ekkert vesen,“ sagði miðjumaðurinn öflugi. Ísland vann Finnland á fimmtudaginn og sagði Gylfa þrjá daga vera nægan tíma á milli leikja til að jafna sig. „Mér líður vel. Við erum vanir þessu flestir, að spila með stuttu millibili. Við fáum tvo heila daga til að jafna okkur sem er nóg. Það er fínt að spila á þriðja degi. Fyrir utan þá sem fengu högg í síðasta leik þá eru allir í toppmálum,“ sagði Gylfi sem býst við allt öðruvísi leik en á fimmtudaginn gegn Finnlandi. „Já, þeir eru bæði betri tæknilega og með betri leikmenn. Þeir koma örugglega hingað til að sækja þrjú stig. Þeir munu sækja meira en Finnarnir gerðu. Ég býst við að Tyrkirnir komi hingað til að sækja þrjú stig, sem gæti hjálpað okkur. „Þetta verður samt sem áður mjög erfiður leikur. Við verðum að spila mjög góðan fótbolta og mjög vel til að ná í þrjú stig,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Sjá meira