Sebastien Buemi vann Formúlu E í Hong Kong Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. október 2016 16:45 Sebastien Buemi hóf titilvörnina af krafti. Vísir/Getty Sebastian Buemi, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Renault e.dams vann fyrstu keppni þriðja tímabilsins í Formúlu E. Lucas di Grassi á ABT Audi varð annar eftir að hafa ræst næst aftastur í 19. sæti og Nick Heidfeld á Mahindra varð þriðji. Nelson Piquet á NextEv bílnum var á ráspól fyrir fyrstu keppni þriðja tímabilsins í Formúlu E. Oliver Turvey einnig hjá NextEv liðinu, varð annar í tímatökunni. Piquet var fljótur að byggja upp forskot sitt. Hann hélt góðri stöðu á brautinni. Sam Bird á DS Virgin náði hins vegar öðru sætinu af Turvey á sjöunda hring. Bird var fjórum sekúndum á eftir Piquet og hóf að sækja á Piquet. Piquet kom inn á þjónustusvæðið rétt fyrir miðja keppni eftir að José Maria Lopez klessti DS Virgin bíl sinn fyrir framan Piquet. Bird lenti svo í smá bilun þegar hann skipti um bíl á 26. hring og tapaði heilum hring á keppinautana sína. Bird var þó sjóðheitur og tókst að afhringa sig á 35. hring. Eftir að ökumenn höfðu skipt um bíla var ríkjandi heimsmeistari, Buemi fremstur eftir að hafa komist fram úr Lucas di Grassi. Buemi vann sér inn forskot á di Grassi og þegar 31 hringur var búin var bilið á milli þeirra þrjár sekúndur. Di Grassi var hástökkvari dagsins enda ræsti di Grassi af stað í 19. sæti. Á meðan var Piquet orðinn áttundi á NextEv bílnum og Turvey orðinn fimmti. Robin Frijns á Andretti tók fram úr Piquet á 38. hring. Frijns var grimmur undir lokin og endaði á að taka sjötta sætið. Formúla Tengdar fréttir Upphitun fyrir Formúlu E | Myndbönd Keppnistímabilið í Formúlu E hefst á sunnudaginn. 7. október 2016 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Buemi, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Renault e.dams vann fyrstu keppni þriðja tímabilsins í Formúlu E. Lucas di Grassi á ABT Audi varð annar eftir að hafa ræst næst aftastur í 19. sæti og Nick Heidfeld á Mahindra varð þriðji. Nelson Piquet á NextEv bílnum var á ráspól fyrir fyrstu keppni þriðja tímabilsins í Formúlu E. Oliver Turvey einnig hjá NextEv liðinu, varð annar í tímatökunni. Piquet var fljótur að byggja upp forskot sitt. Hann hélt góðri stöðu á brautinni. Sam Bird á DS Virgin náði hins vegar öðru sætinu af Turvey á sjöunda hring. Bird var fjórum sekúndum á eftir Piquet og hóf að sækja á Piquet. Piquet kom inn á þjónustusvæðið rétt fyrir miðja keppni eftir að José Maria Lopez klessti DS Virgin bíl sinn fyrir framan Piquet. Bird lenti svo í smá bilun þegar hann skipti um bíl á 26. hring og tapaði heilum hring á keppinautana sína. Bird var þó sjóðheitur og tókst að afhringa sig á 35. hring. Eftir að ökumenn höfðu skipt um bíla var ríkjandi heimsmeistari, Buemi fremstur eftir að hafa komist fram úr Lucas di Grassi. Buemi vann sér inn forskot á di Grassi og þegar 31 hringur var búin var bilið á milli þeirra þrjár sekúndur. Di Grassi var hástökkvari dagsins enda ræsti di Grassi af stað í 19. sæti. Á meðan var Piquet orðinn áttundi á NextEv bílnum og Turvey orðinn fimmti. Robin Frijns á Andretti tók fram úr Piquet á 38. hring. Frijns var grimmur undir lokin og endaði á að taka sjötta sætið.
Formúla Tengdar fréttir Upphitun fyrir Formúlu E | Myndbönd Keppnistímabilið í Formúlu E hefst á sunnudaginn. 7. október 2016 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Upphitun fyrir Formúlu E | Myndbönd Keppnistímabilið í Formúlu E hefst á sunnudaginn. 7. október 2016 23:00