700 hestafla Porsche Panamera E-Hybrid í París Finnur Thorlacius skrifar 20. september 2016 14:49 Porsche Panmera E-Hybrid. Porsche mun frumsýna kynslóð númer tvö af Panamera á bílasýningunni í París. Ein eftirtektarverðasta gerðin af þessum magnaða bíl sem afhjúpuð verður þar, er Panamera í Plug–In Hybrid útfærslu. Hann er með fjórhjóladrifi, 50 km drægi og sameinaða krafta upp á 700 hestöfl. Hybrid lausnin frá Porsche er rómuð fyrir að sameina afl og aksturseiginleika og hefur sannað yfirburði sína m.a. með sigrum 919 Hybrid bílanna í Le Mans þolaksturkeppninni árin 2015 og 2016. Í fréttatilkynningu segir að þegar Panamera kom fyrst fram á sínum tíma hafi framleiðandinn skilgreint hann sem nýja vídd í flokki lúxusbíla.“Menn höfðu ekki séð jafn magnaða sporteiginleika í svo stórum lúxusbíl áður,“ segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi. „Eitt af markmiðum Porsche að baki Panamera var að allir í bílnum, hvar sem þeir sitja, fái jafn stóran hlut í óviðjafnanlegri akstursánægju og ég leyfi mér að fullyrða að það hefur gengið eftir.“ segir Thomas. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður
Porsche mun frumsýna kynslóð númer tvö af Panamera á bílasýningunni í París. Ein eftirtektarverðasta gerðin af þessum magnaða bíl sem afhjúpuð verður þar, er Panamera í Plug–In Hybrid útfærslu. Hann er með fjórhjóladrifi, 50 km drægi og sameinaða krafta upp á 700 hestöfl. Hybrid lausnin frá Porsche er rómuð fyrir að sameina afl og aksturseiginleika og hefur sannað yfirburði sína m.a. með sigrum 919 Hybrid bílanna í Le Mans þolaksturkeppninni árin 2015 og 2016. Í fréttatilkynningu segir að þegar Panamera kom fyrst fram á sínum tíma hafi framleiðandinn skilgreint hann sem nýja vídd í flokki lúxusbíla.“Menn höfðu ekki séð jafn magnaða sporteiginleika í svo stórum lúxusbíl áður,“ segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi. „Eitt af markmiðum Porsche að baki Panamera var að allir í bílnum, hvar sem þeir sitja, fái jafn stóran hlut í óviðjafnanlegri akstursánægju og ég leyfi mér að fullyrða að það hefur gengið eftir.“ segir Thomas.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður