Seðlabankastjóri negldi tökur í fyrstu tilraun Sara McMahon skrifar 22. september 2016 10:00 Stuttmynd leikstjórans Eyþórs Jóvinssonar keppir í flokknum Besta íslenska stuttmyndin á RIFF. Mynd/Eyþór Stuttmyndin Litla stund hjá Hansa eftir leikstjórann Eyþór Jóvinsson verður sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF þann 29. september. Í myndinni leika Sveinn Ólafur Gunnarsson, Helgi Björnsson, Elísabet Thea Kristjánsdóttir og bankastjóri Seðlabanka Íslands, Már Guðmundsson. Eyþór hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands eftir að frumraun hans, stuttmyndin Sker, var tilnefnd sem besta stuttmyndin á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York árið 2014. Eyþór, sem útskrifaðist sem arkitekt árið 2010, viðurkennir að leið hans í kvikmyndanámið sé svolítið krókótt og segir tilviljun hafa ráðið því að hann leiddist inn á þessa braut. „Ég bjó fyrir vestan á tímabili og var þar í útgáfustarfsemi. Tveir félagar mínir spurðu mig einn daginn hvort ég vildi framleiða stuttmynd sem þeir ætluðu að gera – ég vissi í raun ekkert hvað þeir voru að biðja mig um, en við enduðum á því að gera þrjár litlar hryllingsmyndir fyrir vestan. Eftir þá reynslu langaði mig að prófa að gera þetta sjálfur og afrakstur þess var stuttmyndin Sker,“ útskýrir hann. „Ég er alinn upp í bókabúð á Flateyri og hefði frekar búist við því að enda sem rithöfundur, það hefði verið eðlilegri framvinda, en mér þykir kvikmyndaformið skemmtilegra frásagnarform.“Litla stund hjá Hansa er byggð á samnefndri smásögu Þórarins Eldjárn sem kom út árið 1985. Eyþór datt niður á söguna fyrir tilviljun og varð heillaður um leið. Hann segir söguþráðinn eiga jafn vel við í dag og fyrir þrjátíu. „Sagan fjallar um aðstoðarseðlabankastjóra Íslands og gjaldeyrishöftin og á jafnvel enn betur við í dag en þegar hún var skrifuð. Ég fékk leyfi hjá Þórarni til að nota söguna og færði hana svo sjálfur yfir til okkar dags.“ Seðlabankastjóri Íslands, Már Guðmundsson, fer með hlutverk í myndinni. Að sögn Eyþórs reyndist lítið mál að fá Má til leiks. „Honum leist bara vel á þetta og stóð sig með stakri prýði. Hann gerði reyndar meira en bara að leika því hann tók að sér að endurskrifa textann sinn með sínu orðalagi, hann á því sinn kafla í myndinni alveg skuldlaust.“ Spurður hvort seðlabankastjóri sé efnilegur leikari, svarar Eyþór því játandi. „Hann negldi þetta í fyrstu tilraun, en það er kannski ekki vandasamt verk að leika sjálfan sig,“ segir hann og hlær. Líkt og áður segir verður Litla stund hjá Hansa sýnd þann 29. september og keppir í flokknum Besta íslenska stuttmyndin. Eyþór segist spenntur fyrir frumsýningardeginum. „Maður fær alltaf smá hnút í magann fyrir frumsýningar því maður veit aldrei á hverju maður á von: munu áhorfendur hafa gaman af eða ganga út? En þetta er auðvitað spennandi og gaman,“ segir hann að lokum. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Stuttmyndin Litla stund hjá Hansa eftir leikstjórann Eyþór Jóvinsson verður sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF þann 29. september. Í myndinni leika Sveinn Ólafur Gunnarsson, Helgi Björnsson, Elísabet Thea Kristjánsdóttir og bankastjóri Seðlabanka Íslands, Már Guðmundsson. Eyþór hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands eftir að frumraun hans, stuttmyndin Sker, var tilnefnd sem besta stuttmyndin á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York árið 2014. Eyþór, sem útskrifaðist sem arkitekt árið 2010, viðurkennir að leið hans í kvikmyndanámið sé svolítið krókótt og segir tilviljun hafa ráðið því að hann leiddist inn á þessa braut. „Ég bjó fyrir vestan á tímabili og var þar í útgáfustarfsemi. Tveir félagar mínir spurðu mig einn daginn hvort ég vildi framleiða stuttmynd sem þeir ætluðu að gera – ég vissi í raun ekkert hvað þeir voru að biðja mig um, en við enduðum á því að gera þrjár litlar hryllingsmyndir fyrir vestan. Eftir þá reynslu langaði mig að prófa að gera þetta sjálfur og afrakstur þess var stuttmyndin Sker,“ útskýrir hann. „Ég er alinn upp í bókabúð á Flateyri og hefði frekar búist við því að enda sem rithöfundur, það hefði verið eðlilegri framvinda, en mér þykir kvikmyndaformið skemmtilegra frásagnarform.“Litla stund hjá Hansa er byggð á samnefndri smásögu Þórarins Eldjárn sem kom út árið 1985. Eyþór datt niður á söguna fyrir tilviljun og varð heillaður um leið. Hann segir söguþráðinn eiga jafn vel við í dag og fyrir þrjátíu. „Sagan fjallar um aðstoðarseðlabankastjóra Íslands og gjaldeyrishöftin og á jafnvel enn betur við í dag en þegar hún var skrifuð. Ég fékk leyfi hjá Þórarni til að nota söguna og færði hana svo sjálfur yfir til okkar dags.“ Seðlabankastjóri Íslands, Már Guðmundsson, fer með hlutverk í myndinni. Að sögn Eyþórs reyndist lítið mál að fá Má til leiks. „Honum leist bara vel á þetta og stóð sig með stakri prýði. Hann gerði reyndar meira en bara að leika því hann tók að sér að endurskrifa textann sinn með sínu orðalagi, hann á því sinn kafla í myndinni alveg skuldlaust.“ Spurður hvort seðlabankastjóri sé efnilegur leikari, svarar Eyþór því játandi. „Hann negldi þetta í fyrstu tilraun, en það er kannski ekki vandasamt verk að leika sjálfan sig,“ segir hann og hlær. Líkt og áður segir verður Litla stund hjá Hansa sýnd þann 29. september og keppir í flokknum Besta íslenska stuttmyndin. Eyþór segist spenntur fyrir frumsýningardeginum. „Maður fær alltaf smá hnút í magann fyrir frumsýningar því maður veit aldrei á hverju maður á von: munu áhorfendur hafa gaman af eða ganga út? En þetta er auðvitað spennandi og gaman,“ segir hann að lokum.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira