Fótbolti

Bojan bannað að spila fyrir serbneska landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bojan Krkic, leikmaður Stoke City, fær ekki leyfi til að spila með serbneska landsliðinu.

Bojan á serbneskan föður og Serbía vildi fá hann til að spila fyrir landslið þjóðarinnar.

FIFA hafnaði hins vegar beiðni serbneska knattspyrnusambandsins á grundvelli þess að Bojan hefur leikið keppnisleik fyrir spænska landsliðið.

Miklar vonir voru bundnar við Bojan þegar hann kom fram á sjónarsviðið hjá Barcelona og hann var aðeins 18 ára þegar hann lék sinn fyrsta og eina landsleik fyrir Spán.

Bojan kom þá inn á í leik gegn Armeníu í undankeppni HM 2010 og lék síðustu 10 mínúturnar.

Bojan hefur ekki leikið fleiri A-landsleiki fyrir Spán en þessi eini leikur kemur í veg fyrir að hann geti spilað fyrir Serbíu í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×