Hvernig sleppur maður ómeiddur úr þessu? Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2016 14:59 Næmt auga dugar ekki til að finna út hvaða bílgerð hér er um að ræða. Þetta brak var fyrir stuttu Ford Mustang en erfitt er að greina það nú. Ökumaður bílsins slapp, þótt ótrúlegt megi virðast, ómeiddur. Bíllinn endaði í mörgum pörtum og dreifðist um nærliggjandi svæði en ökumaðurinn fannst í einum hluta hans, en megnið af bílnum annarsstaðar. Hann sat þar spenntur í bílbeltið sitjandi í ökumannssætinu, en ef til vill örlítið skelkaður. Slysið átti sér stað í Seattle borg í Bandaríkjunum og sá sem ók bílnum hafði leigt hann af bílaleigu. Eitthvað hefur honum þótt gaman að aka bílnum hratt því hann var á 145 km hraða á svæði þar sem leyfður er 55 km hraði. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og endaði hann á ljósastaur sem reif bílinn í tætlur. Ökumannsins bíður ákæra fyrir hraðakstur sinn og ekki er víst að tryggingar á bílaleigubílnum sáluga muni duga til að bæta fyrir bílinn eftir svo ógætilegan akstur. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent
Þetta brak var fyrir stuttu Ford Mustang en erfitt er að greina það nú. Ökumaður bílsins slapp, þótt ótrúlegt megi virðast, ómeiddur. Bíllinn endaði í mörgum pörtum og dreifðist um nærliggjandi svæði en ökumaðurinn fannst í einum hluta hans, en megnið af bílnum annarsstaðar. Hann sat þar spenntur í bílbeltið sitjandi í ökumannssætinu, en ef til vill örlítið skelkaður. Slysið átti sér stað í Seattle borg í Bandaríkjunum og sá sem ók bílnum hafði leigt hann af bílaleigu. Eitthvað hefur honum þótt gaman að aka bílnum hratt því hann var á 145 km hraða á svæði þar sem leyfður er 55 km hraði. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og endaði hann á ljósastaur sem reif bílinn í tætlur. Ökumannsins bíður ákæra fyrir hraðakstur sinn og ekki er víst að tryggingar á bílaleigubílnum sáluga muni duga til að bæta fyrir bílinn eftir svo ógætilegan akstur.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent