Sýningin hefur vakið mikla lukku hjá gagnrýnendum.Myndir/Getty
Í gær fór fram tískusýning fyrir vorlínu Fendi á tískuvikunni í Mílanó. Þar löbbuðu allar helstu fyrirsætur tískubransans pallinn eins og til dæmis Bella Hadid, Gigi Hadid og Taylor Hill. Karl Lagerfeld er listrænn stjórnandi merkisins en í staðin fyrir sinn klassíska stíl hefur hann ákveðið að bregða út af vananum.
Rauði þráðurinn í gegnum línuna voru ljósir og daufir litir og létt efni. Rendur voru allsráðandi en einnig mátti sjá glitta reglulega í feld en það er einkennismerki Fendi tískuhússins.
Hér fyrir neðan má sjá flottustu dressin frá sýningunni.
Gigi Hadid lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.Bella Hadid opnaði sýninguna.