Í þá tíð voru gerð hróp að listamönnum úti á götu Magnús Guðmundsson skrifar 24. september 2016 10:00 Dagný Heiðdal, sýningarstjóri yfirlitssýningar á verkum Valtýs Péturssonar. Visir/Anton Brink Valtýr Pétursson listmálari var fæddur árið 1919 og lést 1988 og hafði þá skilið eftir sig djúp spor í íslenskri listasögu. Dagný Heiðdal, ritstjóri bókarinnar um Valtý og deildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands, segir að það hafi verið kominn tími til að rifja upp kynnin við Valtý þar sem hann hafi ekki verið áberandi á sýningum undanfarið. „Okkur langaði því til þess að kynna hann fyrir nýjum áhorfendum, enda á hann fullt erindi. Nýjar kynslóðir sjá alltaf eitthvað nýtt og horfa á verkin með öðrum augum.“Valtýr Pétursson á vinnustofu sinni árið 1971.Valtýr var mjög ungur þegar hann fékk áhuga á myndlist og stundaði þá nám í teikningu í Reykjavík. Dagný segir hins vegar að þeir sem voru í kringum hann hafi verið á því að hann ætti að læra eitthvað hagnýtt. „Það varð því úr að Valtýr fór til Bandaríkjanna árið 1944 í verslunarnám en þar hafði hann líka tækifæri til þess að skoða söfn og sýningar og kynnast listasögunni. Hann sagði frá því sjálfur að hann hafi farið á MoMA í New York og fyrir framan verk eftir Van Gogh hafi hann fengið þá uppljómum að hann yrði að feta listabrautina og eftir það varð ekki aftur snúið. Þá fór hann í einkaskóla í Boston og síðar til Flórens á akademíuna þar og var svo í París í tæp tvö ár. Að auki var hann sérstaklega duglegur við að ferðast og skoða söfn og sýningar, alltaf að kynna sér það nýjasta. Þó svo ferill Valtýs hafi verið ákaflega fjölbreyttur þá bendir Dagný á að hann hafi vissulega verið brautryðjandi í abstraktlistinni á Íslandi. „Hann átti verk á septembersýningunni 1951 sem hét Á svörtum grunni, sem er talið vera fyrsta fullkomna konkretverkið sem var sýnt á Íslandi enda var það alveg í takt við það nýjasta sem var að gerast í París á þessum tíma. Hann var í hópi ungra manna sem börðust fyrir framgangi abstraktlistarinnar á Íslandi á þessum tíma sem var misvel tekið. Valtýr sagði frá því að það hefðu verið gerð hróp að þeim úti á götu og mikið gengið á. Þetta var eins og með atómskáldin sem einnig voru að ryðja nýjum hugmyndum braut og það voru ekki allir sem skildu það á þessum tíma þó svo að þetta séu verk sem við kunnum vel að meta í dag.Eitt af verkum Valtýs sem er að finna á yfirlitssýninguni á Listasafni Íslands.En það er athyglisvert hversu þátttaka og áhugi almennings var mikil á þessum tíma enda var umfjöllunin í blöðunum um myndlist mikill. Umfjöllun um myndlist var líka stór þáttur í ævistarfi Valtýs en hann var gagnrýnandi Morgunblaðsins í 36 ár og skrifaði hátt í 900 greinar, mest um íslenska myndlist.“ Dagný segir að það skipti miklu máli fyrir ungu kynslóðina í myndlistinni að geta komið og séð verk málara fyrri kynslóða. „Ég held að verkin hans Valtýs tali jafnvel meira til unga fólksins í dag en margra fyrri kynslóða. Hver tími setur upp ný gleraugu og sér eitthvað nýtt. Valtýr átti mjög fjölbreyttan feril og var alls ekki bara abstraktmálari þó svo flestir þekki hann þannig. Hann sneri til að mynda við blaðinu seint á ferlinum og fór aftur að vinna fígúratíft. Hann er svo fjölbreyttur að ég held að á sýningunni sem við erum að opna núna ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi sama hvar áhugasviðið liggur.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. september. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Valtýr Pétursson listmálari var fæddur árið 1919 og lést 1988 og hafði þá skilið eftir sig djúp spor í íslenskri listasögu. Dagný Heiðdal, ritstjóri bókarinnar um Valtý og deildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands, segir að það hafi verið kominn tími til að rifja upp kynnin við Valtý þar sem hann hafi ekki verið áberandi á sýningum undanfarið. „Okkur langaði því til þess að kynna hann fyrir nýjum áhorfendum, enda á hann fullt erindi. Nýjar kynslóðir sjá alltaf eitthvað nýtt og horfa á verkin með öðrum augum.“Valtýr Pétursson á vinnustofu sinni árið 1971.Valtýr var mjög ungur þegar hann fékk áhuga á myndlist og stundaði þá nám í teikningu í Reykjavík. Dagný segir hins vegar að þeir sem voru í kringum hann hafi verið á því að hann ætti að læra eitthvað hagnýtt. „Það varð því úr að Valtýr fór til Bandaríkjanna árið 1944 í verslunarnám en þar hafði hann líka tækifæri til þess að skoða söfn og sýningar og kynnast listasögunni. Hann sagði frá því sjálfur að hann hafi farið á MoMA í New York og fyrir framan verk eftir Van Gogh hafi hann fengið þá uppljómum að hann yrði að feta listabrautina og eftir það varð ekki aftur snúið. Þá fór hann í einkaskóla í Boston og síðar til Flórens á akademíuna þar og var svo í París í tæp tvö ár. Að auki var hann sérstaklega duglegur við að ferðast og skoða söfn og sýningar, alltaf að kynna sér það nýjasta. Þó svo ferill Valtýs hafi verið ákaflega fjölbreyttur þá bendir Dagný á að hann hafi vissulega verið brautryðjandi í abstraktlistinni á Íslandi. „Hann átti verk á septembersýningunni 1951 sem hét Á svörtum grunni, sem er talið vera fyrsta fullkomna konkretverkið sem var sýnt á Íslandi enda var það alveg í takt við það nýjasta sem var að gerast í París á þessum tíma. Hann var í hópi ungra manna sem börðust fyrir framgangi abstraktlistarinnar á Íslandi á þessum tíma sem var misvel tekið. Valtýr sagði frá því að það hefðu verið gerð hróp að þeim úti á götu og mikið gengið á. Þetta var eins og með atómskáldin sem einnig voru að ryðja nýjum hugmyndum braut og það voru ekki allir sem skildu það á þessum tíma þó svo að þetta séu verk sem við kunnum vel að meta í dag.Eitt af verkum Valtýs sem er að finna á yfirlitssýninguni á Listasafni Íslands.En það er athyglisvert hversu þátttaka og áhugi almennings var mikil á þessum tíma enda var umfjöllunin í blöðunum um myndlist mikill. Umfjöllun um myndlist var líka stór þáttur í ævistarfi Valtýs en hann var gagnrýnandi Morgunblaðsins í 36 ár og skrifaði hátt í 900 greinar, mest um íslenska myndlist.“ Dagný segir að það skipti miklu máli fyrir ungu kynslóðina í myndlistinni að geta komið og séð verk málara fyrri kynslóða. „Ég held að verkin hans Valtýs tali jafnvel meira til unga fólksins í dag en margra fyrri kynslóða. Hver tími setur upp ný gleraugu og sér eitthvað nýtt. Valtýr átti mjög fjölbreyttan feril og var alls ekki bara abstraktmálari þó svo flestir þekki hann þannig. Hann sneri til að mynda við blaðinu seint á ferlinum og fór aftur að vinna fígúratíft. Hann er svo fjölbreyttur að ég held að á sýningunni sem við erum að opna núna ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi sama hvar áhugasviðið liggur.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. september.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira