Suzuki S-Cross fær andlitslyftingu Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2016 09:41 Mun laglegri bíll og ekki vantar vélarúrvalið. Suzuki S-Cross hefur reynst Suzuki æði vel sem útspil í C-stærðarflokki bíla og selst vel um allan heim. Til að viðhalda góðri sölu á bílnum ætlar Suzuki að uppfæra bílinn mjög mikið með 2017 árgerð hans og breytist hann nokkuð í útliti, veghæð hans eykst og hann fær að auki nýja vélarkosti. Með því hefur hann enn meiri sérstöðu í þessum flokki bíla, þ.e. smárra jepplinga í C-stærðarflokki. Bíllinn mun hækka frá vegi úr 16,5 cm undir lægsta punkt í 18 cm og eru það góðar fréttir fyrir íslenska kaupendur S-Cross. Bíllinn fær LED ljós og stærra og grimmara grill. Hann fær að auki nýtt mælaborð með ríkulegri efnisnotkun og nýju og laglegra áklæði á sætum. Bíllinn fær að auki tvöfalt opnanlegt glerþak. Fá má bílinn í best búnu útfærslum með gervihnattarleiðsögukerfi, myndavélum að framan og aftan til að aðstoða við lagningu í stæði, upphitaða hliðarspegla og með tvöfalda tölvustýrða miðstöð. S-Cross mun nú bjóðast með 1,0 lítra og 111 hestafla forþjöppudrifna vél sem einnig má finna í nýjum Suzuki Baleno og Vitara S en þessi vél togar 170 Nm. Þá býðst einnig öflugri 138 hestafla 1,4 lítra Boosterjet vél með 220 Nm togi. S-Cross mun einnig fást með 1,6 lítra dísilvél með 320 Nm togi og þannig búinn verður hann afar frískur. AllGrip fjórhjóladrif er í bílnum og velja má um fjórar aksturstillingar eftir undirlagi.Með aukinni veghæð er S-Cross enn betri kostur hér á landi. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent
Suzuki S-Cross hefur reynst Suzuki æði vel sem útspil í C-stærðarflokki bíla og selst vel um allan heim. Til að viðhalda góðri sölu á bílnum ætlar Suzuki að uppfæra bílinn mjög mikið með 2017 árgerð hans og breytist hann nokkuð í útliti, veghæð hans eykst og hann fær að auki nýja vélarkosti. Með því hefur hann enn meiri sérstöðu í þessum flokki bíla, þ.e. smárra jepplinga í C-stærðarflokki. Bíllinn mun hækka frá vegi úr 16,5 cm undir lægsta punkt í 18 cm og eru það góðar fréttir fyrir íslenska kaupendur S-Cross. Bíllinn fær LED ljós og stærra og grimmara grill. Hann fær að auki nýtt mælaborð með ríkulegri efnisnotkun og nýju og laglegra áklæði á sætum. Bíllinn fær að auki tvöfalt opnanlegt glerþak. Fá má bílinn í best búnu útfærslum með gervihnattarleiðsögukerfi, myndavélum að framan og aftan til að aðstoða við lagningu í stæði, upphitaða hliðarspegla og með tvöfalda tölvustýrða miðstöð. S-Cross mun nú bjóðast með 1,0 lítra og 111 hestafla forþjöppudrifna vél sem einnig má finna í nýjum Suzuki Baleno og Vitara S en þessi vél togar 170 Nm. Þá býðst einnig öflugri 138 hestafla 1,4 lítra Boosterjet vél með 220 Nm togi. S-Cross mun einnig fást með 1,6 lítra dísilvél með 320 Nm togi og þannig búinn verður hann afar frískur. AllGrip fjórhjóladrif er í bílnum og velja má um fjórar aksturstillingar eftir undirlagi.Með aukinni veghæð er S-Cross enn betri kostur hér á landi.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent