Fótbolti

Fremsti dómari heims dæmir leik Íslands og Tyrklands

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mark Clattenburg dæmdi bæði úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik EM 2016 í ár.
Mark Clattenburg dæmdi bæði úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik EM 2016 í ár. vísir/epa
Enski dómarinn Mark Clattenburg, sem er fremsti dómari heims í dag, dæmir leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 sem fram fer á Laugardalsvelli sunnudaginn 9. október. Strákarnir okkar eiga tvo leiki fyrir höndum gegn Finnlandi og Tyrklandi í næstu viku.

Clattenburg dæmdi bæði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í ár þar sem Atlético Madrid og Real Madrid mættust í Mílanó og þá hélt hann einnig um flautuna í úrslitaleik EM 2016 í sumar þar sem Portúgal vann Frakkland á Stade de France.

Englendingurinn hefur tvívegis starfað á leikjum Íslands áður en í bæði skiptin sem fjórði dómari. Hann var á skiltinu í leiknum gegn Austurríki á EM í sumar þar sem Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og þá var hann einnig fjórði dómari á leik Íslands gegn Lettlandi á Laugardalsvelli árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×