Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-Min skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu.
Fjórum mínútum áður kom Georges-Kévin N'Koudou, 21 árs franskur kantmaður, inn á í liði Tottenham. Þetta var hans fyrsti leikur í Meistaradeildinni.
Eftir leikinn spurði opinber Twitter-síða Tottenham fylgjendur sína hvað þeim hefði fundist um frammistöðu N'Koudou í leiknum.
Frakkinn var ekki lengi að svara og hrósaði eigin frammistöðu og sagði þar væri afar efnilegur leikmaður á ferð.
Og til taka að taka það stýrt fram að hann væri að grínast bætti N'Koudou fjórum hláturstáknum við eins og sjá má hér að neðan.
@SpursOfficial @ChampionsLeague oh you know im really impressed what a player in the making he is ...
— GK NKoudou (@gknkoudou) September 27, 2016