Breytt útlit nýs Land Rover Discovery Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2016 09:25 Öllu mýkri línur en í síðustu kynslóð Discovery. Land Rover kynnti nýtt útlit Discovery bíls síns í gærkvöldi á bílasýningunni í París. Þar fengu gestir að líta öllu mýkri og sveigðari línur í þessum vinsæla jeppa en í núverandi kynslóð hans. Er sá nýi af fimmtu kynslóð en fyrri gerðir bílsins hafa verið með einkar hvössum línum, en núverandi bíll er mjög kassalaga. Forsvarsmenn Land Rover sögðu við kynningu bílsins að með nýrri hönnun væri verið að leita að meiri fágun, en minna að útliti sem benti til þess að um væri að ræða torfærubíl. Engu að síður væri sá nýi jafn fær um að glíma við þær og áður og bíllinn hefur til að mynda 90 cm vaðdýpt. Nýr Discovery er talsvert léttari en fjórða kynslóðin og stafar það að aukinni notkun áls. Bíllinn léttist um meira en 400 kg á milli kynslóða. Hann er samt örlítið lengri og breiðari og bil milli öxla hefur aukist um 4 cm, en bíllinn er lítillega lægri til þaksins. Discovery mun bæði bjóðast sem 5 og 7 manna bíll.Laglegur að framan en óvenjuleg í laginu aftasta hliðarrúðan.Reffilegur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport
Land Rover kynnti nýtt útlit Discovery bíls síns í gærkvöldi á bílasýningunni í París. Þar fengu gestir að líta öllu mýkri og sveigðari línur í þessum vinsæla jeppa en í núverandi kynslóð hans. Er sá nýi af fimmtu kynslóð en fyrri gerðir bílsins hafa verið með einkar hvössum línum, en núverandi bíll er mjög kassalaga. Forsvarsmenn Land Rover sögðu við kynningu bílsins að með nýrri hönnun væri verið að leita að meiri fágun, en minna að útliti sem benti til þess að um væri að ræða torfærubíl. Engu að síður væri sá nýi jafn fær um að glíma við þær og áður og bíllinn hefur til að mynda 90 cm vaðdýpt. Nýr Discovery er talsvert léttari en fjórða kynslóðin og stafar það að aukinni notkun áls. Bíllinn léttist um meira en 400 kg á milli kynslóða. Hann er samt örlítið lengri og breiðari og bil milli öxla hefur aukist um 4 cm, en bíllinn er lítillega lægri til þaksins. Discovery mun bæði bjóðast sem 5 og 7 manna bíll.Laglegur að framan en óvenjuleg í laginu aftasta hliðarrúðan.Reffilegur
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport