Þetta er samband sem varir svo lengi sem við lifum Magnús Guðmundsson skrifar 29. september 2016 10:00 Martin Bell segir að Tiny hafi frá upphafi búið yfir einstökum hæfileika til þess að vera afslöppuð og heiðarleg fyrir framan myndavélina. Visir/Eyþór Martin Bell er á meðal virtustu heimildarmyndagerðarmanna Bandaríkjanna. Á löngum ferli hefur hann unnið í nánu samstarfi við eiginkonu sína, ljósmyndarann Mary Ellen Mark, sem féll frá á síðasta ári. Á meðal verkefna þeirra hjóna var heimildarmyndin Streetwise ásamt samnefndri bók, þar sem segir frá unglingum á götum Seattle snemma á níunda áratugnum. Upphaf verkefnisins má rekja til greinar sem Mary Ellen Mark vann fyrir Life Magasine ásamt Cheryl McCall um götukrakka í Seattle. Streetwise hlaut gríðarlega góðar viðtökur og var m.a. tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta heimildarmyndin árið 1984 en hjónin létu ekki staðar numið.Dýpri skilningur Fyrir skömmu var frumsýnd heimildarmyndin Tiny The Life of Erin Blackwell, en þar er fylgst með lífi stúlku sem var ein af unglingunum sem hjónin kynntust við gerð Streetwise. Tiny The Life of Erin Blackwell er á meðal fjölmargra heimildarmynda á RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem hefst í dag. Martin Bell, sem var staddur hér á landi fyrir skömmu, segir að þau hjónin hafi í raun alltaf vitað að Streetwise dugði ekki til þess að segja sögu Erin Blackwell eða Tiny eins og hún er alla jafna kölluð. „Það var aðalástæðan fyrir því að okkur fannst það verðugt verkefni að skoða og kvikmynda líf hennar nánar og á löngum tíma. Mary Ellen myndaði og safnaði efni í bók um hana og ég gerði stuttmyndir. Uppsafnað þá dugði þetta efni til þess að framleiða bókina. En stuttmyndir sem voru upprunalega hugsaðar sem stuðningur við bókina urðu síðar hluti af þessari mynd Tiny The Life of Erin Blackwell. Verðmætið sem er fólgið í að halda þessari vinnu áfram allan þennan tíma er ekki síst fólgið í bók Mary Ellen; Tiny: Streetwise Revisited ásamt öllum myndunum og báðum kvikmyndunum sem eftir liggja. Að skoða allt þetta efni í heild sinni veitir áhorfendum dýpri skilning á ýmsum málum sem fátæktin veldur.“Myndatexti:Tiny, ung og ólétt, ætlaði sér alltaf að eignast 10 börn.©Mary Ellen MarkLífstíðarsamband Martin segir að jafnframt hafi Tiny búið yfir þeim hæfileika að vera afslöppuð og fullkomlega heiðarleg fyrir framan myndavélina. „Hún deildi sannleikanum um líf sitt án þess að draga neitt undan. Hún hafði nýverið náð að brjótast burt frá drykkjusjúkri móður og brotnu heimili en það leiddi hana til götulífsins í Seattle. Þar fann hún fyrir frelsi og henni fannst götulífið spennandi.“ Eftir tökur á Streetwise bauðst Tiny að fara með Mary Ellen og Martin til New York og búa hjá þeim en með því skilyrði að þá þyrfti hún að ganga í skóla. „Skólinn var eina skilyrðið en hún vildi ekki fara í skóla, það kæmi ekki til greina. Seinna sagði hún okkur að hún hefði hugsað um þessa ákvörðun á hverjum degi síðan þá. Við höfum þó alltaf verið í stöðugu sambandi við hana og reynt að hjálpa henni af fremsta megni en viljinn til þess að breyta lífinu til hins betra hefur þó alltaf þurft að koma frá henni. Í dag er Tiny í betri málum en hún hefur áður verið, en eins fólk getur séð með því að horfa á myndina þá elta vandamál fortíðarinnar hana alla daga.“ Martin segir að þrátt fyrir að kvikmynd sé nú frumsýnd þá muni hann halda áfram að kvikmynda líf Tiny og fjölskyldu hennar. „Þetta er samband sem kemur til með að vara svo lengi sem við lifum.“Tiny á götum Seattle.©Mary Ellen MarkKveikir umræðu Heimildarmyndir eru áhrifarík leið til þess að skoða samfélagið, án þess þó að taka endilega afstöðu til þess sem fjallað er um, en Martin segir að Tiny sé huglægt verk og búi ekki yfir einhverju pólitísku markmiði. „Þetta er saga sem hófst fyrir þrjátíu og þremur árum, hún nýtir sér orð þeirra sem búa við fátækt frá degi til dags og þann raunveruleika sem það felur í sér. Þannig er þetta verk til vitnis um sumar þeirra áskorana sem fólk sem býr á jaðri samfélagsins tekst á við á hverjum degi.“ Martin telur að gagnsemi verka á borð við þetta felist einkum í því að það sé aðgengilegt í skólum allt upp á háskólastig sem og stofnunum sem takast á við að leysa þau vandamál sem fátæktin skapar. „Von okkar er að þetta verk geti reynst gagnleg kveikja að umræðu og áhuga á þeim flóknu og erfiðu vandamálum sem þar er komið inn á. Í þessu liggur styrkur heimildarmyndanna. En að sama skapi er rétt að taka fram að framtíð verka á borð við þetta veltur á að það takist að fjármagna þau. Fjármögnun heimildarmynda er líkast til það sem kallar á mesta sköpunarkraftinn og erfiðustu vinnuna.“ Tiny The Life of Erin Blackwell er á meðal þeirra mynda sem verða sýndar strax í dag á RIFF en nánari upplýsingar um sýningartíma og myndir er að finna á riff.is. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Martin Bell er á meðal virtustu heimildarmyndagerðarmanna Bandaríkjanna. Á löngum ferli hefur hann unnið í nánu samstarfi við eiginkonu sína, ljósmyndarann Mary Ellen Mark, sem féll frá á síðasta ári. Á meðal verkefna þeirra hjóna var heimildarmyndin Streetwise ásamt samnefndri bók, þar sem segir frá unglingum á götum Seattle snemma á níunda áratugnum. Upphaf verkefnisins má rekja til greinar sem Mary Ellen Mark vann fyrir Life Magasine ásamt Cheryl McCall um götukrakka í Seattle. Streetwise hlaut gríðarlega góðar viðtökur og var m.a. tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta heimildarmyndin árið 1984 en hjónin létu ekki staðar numið.Dýpri skilningur Fyrir skömmu var frumsýnd heimildarmyndin Tiny The Life of Erin Blackwell, en þar er fylgst með lífi stúlku sem var ein af unglingunum sem hjónin kynntust við gerð Streetwise. Tiny The Life of Erin Blackwell er á meðal fjölmargra heimildarmynda á RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem hefst í dag. Martin Bell, sem var staddur hér á landi fyrir skömmu, segir að þau hjónin hafi í raun alltaf vitað að Streetwise dugði ekki til þess að segja sögu Erin Blackwell eða Tiny eins og hún er alla jafna kölluð. „Það var aðalástæðan fyrir því að okkur fannst það verðugt verkefni að skoða og kvikmynda líf hennar nánar og á löngum tíma. Mary Ellen myndaði og safnaði efni í bók um hana og ég gerði stuttmyndir. Uppsafnað þá dugði þetta efni til þess að framleiða bókina. En stuttmyndir sem voru upprunalega hugsaðar sem stuðningur við bókina urðu síðar hluti af þessari mynd Tiny The Life of Erin Blackwell. Verðmætið sem er fólgið í að halda þessari vinnu áfram allan þennan tíma er ekki síst fólgið í bók Mary Ellen; Tiny: Streetwise Revisited ásamt öllum myndunum og báðum kvikmyndunum sem eftir liggja. Að skoða allt þetta efni í heild sinni veitir áhorfendum dýpri skilning á ýmsum málum sem fátæktin veldur.“Myndatexti:Tiny, ung og ólétt, ætlaði sér alltaf að eignast 10 börn.©Mary Ellen MarkLífstíðarsamband Martin segir að jafnframt hafi Tiny búið yfir þeim hæfileika að vera afslöppuð og fullkomlega heiðarleg fyrir framan myndavélina. „Hún deildi sannleikanum um líf sitt án þess að draga neitt undan. Hún hafði nýverið náð að brjótast burt frá drykkjusjúkri móður og brotnu heimili en það leiddi hana til götulífsins í Seattle. Þar fann hún fyrir frelsi og henni fannst götulífið spennandi.“ Eftir tökur á Streetwise bauðst Tiny að fara með Mary Ellen og Martin til New York og búa hjá þeim en með því skilyrði að þá þyrfti hún að ganga í skóla. „Skólinn var eina skilyrðið en hún vildi ekki fara í skóla, það kæmi ekki til greina. Seinna sagði hún okkur að hún hefði hugsað um þessa ákvörðun á hverjum degi síðan þá. Við höfum þó alltaf verið í stöðugu sambandi við hana og reynt að hjálpa henni af fremsta megni en viljinn til þess að breyta lífinu til hins betra hefur þó alltaf þurft að koma frá henni. Í dag er Tiny í betri málum en hún hefur áður verið, en eins fólk getur séð með því að horfa á myndina þá elta vandamál fortíðarinnar hana alla daga.“ Martin segir að þrátt fyrir að kvikmynd sé nú frumsýnd þá muni hann halda áfram að kvikmynda líf Tiny og fjölskyldu hennar. „Þetta er samband sem kemur til með að vara svo lengi sem við lifum.“Tiny á götum Seattle.©Mary Ellen MarkKveikir umræðu Heimildarmyndir eru áhrifarík leið til þess að skoða samfélagið, án þess þó að taka endilega afstöðu til þess sem fjallað er um, en Martin segir að Tiny sé huglægt verk og búi ekki yfir einhverju pólitísku markmiði. „Þetta er saga sem hófst fyrir þrjátíu og þremur árum, hún nýtir sér orð þeirra sem búa við fátækt frá degi til dags og þann raunveruleika sem það felur í sér. Þannig er þetta verk til vitnis um sumar þeirra áskorana sem fólk sem býr á jaðri samfélagsins tekst á við á hverjum degi.“ Martin telur að gagnsemi verka á borð við þetta felist einkum í því að það sé aðgengilegt í skólum allt upp á háskólastig sem og stofnunum sem takast á við að leysa þau vandamál sem fátæktin skapar. „Von okkar er að þetta verk geti reynst gagnleg kveikja að umræðu og áhuga á þeim flóknu og erfiðu vandamálum sem þar er komið inn á. Í þessu liggur styrkur heimildarmyndanna. En að sama skapi er rétt að taka fram að framtíð verka á borð við þetta veltur á að það takist að fjármagna þau. Fjármögnun heimildarmynda er líkast til það sem kallar á mesta sköpunarkraftinn og erfiðustu vinnuna.“ Tiny The Life of Erin Blackwell er á meðal þeirra mynda sem verða sýndar strax í dag á RIFF en nánari upplýsingar um sýningartíma og myndir er að finna á riff.is.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira