Hyundai Santa Fe með 1.040 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2016 09:57 Hyundai "Santa Fast" ætti að komast fremur hratt úr sporunum með sín 1.040 hestöfl. Bisimoto sem þekkt er fyrir að breyta Hyundai bílum í orkubolta hefur nú kynnt Hyundai Santa Fe jeppa sem er með 1.040 hestafla vél. Bílinn kalla þeir reyndar “Santa Fast” og það hlýtur að vera réttnefni og þessi bíll ætti að komast nokkuð hratt úr sporunum. Í bílnum er 3,8 lítra V6 mótor frá Hyundai en Bisimoto hefur gerbreytt þessari vél og meðal annars bætt við tveimur stórum forþjöppum sem vinna á 39 psi þrýstingi. Bíllinn er með 6 gíra beinskiptingu sem fengin er úr Hyundai Genesis Coupe R-Spec. Bremsurnar eru frá Buddy Club og dempararnir frá KW og þar er um að ræða coil-over fjöðrun. Bíllinn er með veltibúri og Momo keppnissætum, en flestöllu hefur verið breytt í þessum bíl. Ekki kemur fram hvernig nota á þennan öfluga bíl, en hann verður sýndur á SEMA bílasýningunni í Las Vegar sem hefst 1. nóvember. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent
Bisimoto sem þekkt er fyrir að breyta Hyundai bílum í orkubolta hefur nú kynnt Hyundai Santa Fe jeppa sem er með 1.040 hestafla vél. Bílinn kalla þeir reyndar “Santa Fast” og það hlýtur að vera réttnefni og þessi bíll ætti að komast nokkuð hratt úr sporunum. Í bílnum er 3,8 lítra V6 mótor frá Hyundai en Bisimoto hefur gerbreytt þessari vél og meðal annars bætt við tveimur stórum forþjöppum sem vinna á 39 psi þrýstingi. Bíllinn er með 6 gíra beinskiptingu sem fengin er úr Hyundai Genesis Coupe R-Spec. Bremsurnar eru frá Buddy Club og dempararnir frá KW og þar er um að ræða coil-over fjöðrun. Bíllinn er með veltibúri og Momo keppnissætum, en flestöllu hefur verið breytt í þessum bíl. Ekki kemur fram hvernig nota á þennan öfluga bíl, en hann verður sýndur á SEMA bílasýningunni í Las Vegar sem hefst 1. nóvember.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent