Tískuvikan í París stendur nú yfir og gestirnir keppast um að vera sem frumlegastir og flottastir. Öll heitustu hausttrendin á götum Parísar og mikil fjölbreytni í klæðnaði tískuvikugesta. Plastið var áberandi ásamt stórum hettupeysum og bleikum tónum.
Við tókum saman brot af því besta af fyrstu dögum tískuvikunnar í París.