Lækningaminjasafnið úti á Nesi Óttar Guðmundsson skrifar 10. september 2016 07:00 Jón heitinn Steffensen, prófessor við læknadeild HÍ, var ástríðufullur safnari. Lungann úr ævi sinni hélt hann til haga og bjargaði frá glötun bókum og munum sem tengdust sögu lækninga á Íslandi. Hann átti sér þann draum að koma upp veglegu Lækningaminjasafni að Nesi á Seltjarnarnesi í námunda við hús Bjarna Pálssonar, fyrsta landlæknisins. Jón arfleiddi væntanlega byggingu að öllum eigum sínum til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Málið var þæft um árabil en í septemberbyrjun 2008 var tekin fyrsta skóflustunga að safninu af menntamálaráðherra og bæjarstjóra Seltjarnarness o.fl. Framkvæmdir hófust og 1.600 fm bygging reis hratt á besta stað í bæjarlandinu með útsýni yfir Seltjörn, Gróttuvita og víðáttur hafsins. Fljótlega hljóp þó snurða á þráðinn vegna þess að fjárhagsáætlanir stóðust ekki eins og gengur. Í desembermánuði 2012 sagði Seltjarnarnesbær sig frá safninu sakir blankheita (sic) og allar framkvæmdir voru stöðvaðar. Síðan stendur safnhúsið úti á Nesi eins og munaðarlaust draugahús, rétt rúmlega fokhelt. Enginn virðist vita hver eiga að verða örlög þessa glæsilega húss. Hugmyndir hafa komið upp um að rífa það og endurskipuleggja reitinn eða búa til safn með aðstöðu fyrir fyrirlestra og tónleika. Þrátt fyrir síaukinn ferðamannastraum og vaxandi þörf fyrir alls konar afþreyingu virðist engan langa til að efla menningarstarfsemi á Nesinu með því að fullgera húsið og gera það að lifandi miðstöð fyrir safnastarfsemi og listviðburði. Undangengin ár hefur Golfklúbbur Ness fengið húsið að láni til að æfa pútt og golfsveiflur. Mun þetta vera dýrasta æfingahúsnæði golfklúbbs á byggðu bóli. Ætli Jón Steffensen snúi sér ekki við í gröfinni þegar hann áttar sig á því að lækningaminjasafnið hans er orðið að golfskála?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun
Jón heitinn Steffensen, prófessor við læknadeild HÍ, var ástríðufullur safnari. Lungann úr ævi sinni hélt hann til haga og bjargaði frá glötun bókum og munum sem tengdust sögu lækninga á Íslandi. Hann átti sér þann draum að koma upp veglegu Lækningaminjasafni að Nesi á Seltjarnarnesi í námunda við hús Bjarna Pálssonar, fyrsta landlæknisins. Jón arfleiddi væntanlega byggingu að öllum eigum sínum til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Málið var þæft um árabil en í septemberbyrjun 2008 var tekin fyrsta skóflustunga að safninu af menntamálaráðherra og bæjarstjóra Seltjarnarness o.fl. Framkvæmdir hófust og 1.600 fm bygging reis hratt á besta stað í bæjarlandinu með útsýni yfir Seltjörn, Gróttuvita og víðáttur hafsins. Fljótlega hljóp þó snurða á þráðinn vegna þess að fjárhagsáætlanir stóðust ekki eins og gengur. Í desembermánuði 2012 sagði Seltjarnarnesbær sig frá safninu sakir blankheita (sic) og allar framkvæmdir voru stöðvaðar. Síðan stendur safnhúsið úti á Nesi eins og munaðarlaust draugahús, rétt rúmlega fokhelt. Enginn virðist vita hver eiga að verða örlög þessa glæsilega húss. Hugmyndir hafa komið upp um að rífa það og endurskipuleggja reitinn eða búa til safn með aðstöðu fyrir fyrirlestra og tónleika. Þrátt fyrir síaukinn ferðamannastraum og vaxandi þörf fyrir alls konar afþreyingu virðist engan langa til að efla menningarstarfsemi á Nesinu með því að fullgera húsið og gera það að lifandi miðstöð fyrir safnastarfsemi og listviðburði. Undangengin ár hefur Golfklúbbur Ness fengið húsið að láni til að æfa pútt og golfsveiflur. Mun þetta vera dýrasta æfingahúsnæði golfklúbbs á byggðu bóli. Ætli Jón Steffensen snúi sér ekki við í gröfinni þegar hann áttar sig á því að lækningaminjasafnið hans er orðið að golfskála?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun