Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2016 13:04 Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari er í skýjunum með tónleika Justin Bieber hér á landi. vísir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. Þá hafi margir lykilmenn úr bransanum úti komið hingað til lands til að fylgjast með hvernig staðið var að tónleikunum og segir Ísleifur mörg tækifæri hafa opnast. „Við erum í skýjunum með þetta allt saman. Gestirnir voru alveg til fyrirmyndar og við erum þakklátir fyrir það. Íslenskir krakkar og allir gestirnir hegðuðu sér mjög vel og við áttum í góðu samstarfi við Kópavogsbæ og lögregluna sem eru mjög ánægðir með hvernig til tókst,“ segir Ísleifur í samtali við fréttastofu. Mikið hefur rætt um „mæm“ Justin Bieber eða meintan svikasöng hans á tónleikunum bæði á fimmtudagskvöld og í gærkvöldi en Ísleifur segist ekkert geta svarað fyrir það. „Ég er ekki talsmaður Justin Bieber og get í raun ekkert kommentað á það sem hann gerir á sviðinu enda væri það út fyrir mitt svið sem tónleikahaldari að gera það. En það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu og hvernig þeir taka því.“ Það er alþekkt að stjörnur „mæmi“ eitthvað á tónleikum, meðal annars ef þær eru mikið að dansa líkt og til að mynda Justin Bieber gerir. „Mér sýnist hann bara ekkert vera að skammast sín fyrir það og eins og hann sé ekkert að rembast við að fela neitt. Eins og ég segi þá er ekki mitt að ræða þetta en hann virðist taka þann pól í hæðina að þetta er „show“ og hann er að dansa og svona. [...] Við sjáum um skipulagið, húsið og að allt sé í góðu lagi en við höfum ekkert að segja um það hvað Justin Bieber gerir á sviðinu eða ekki,“ segir Ísleifur. Hann segist þeirrar skoðunar að „showið“ hafi verið stórkostlegt og það hafi verið vel gert hjá teymi Bieber og sýni mikinn metnað að koma hingað til lands með allan þann búnað sem þeir gerðu. Aðspurður hvort aðrir tónleikarnir hafi verið betri en hinir segist Ísleifur halda að tónleikarnir hafi verið svipaðir. „Við allir sem stöndum að þessu leggjum upp með að þeir séu nákvæmlega eins svo enginn verði svekktur en það getur auðvitað verið dagamunur, líka bara á gestunum, hvernig stemningin er í salnum og hvernig orka fer upp til listamannsins. Þetta er auðvitað alltaf bara matsatriði.“ Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51 Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Sendi tvo menn í morgun til að athuga hvort jökullinn væri traustur. 9. september 2016 10:10 Bieber betri í kvöld Lét áhorfendur syngja Love Yourself. 9. september 2016 21:22 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. Þá hafi margir lykilmenn úr bransanum úti komið hingað til lands til að fylgjast með hvernig staðið var að tónleikunum og segir Ísleifur mörg tækifæri hafa opnast. „Við erum í skýjunum með þetta allt saman. Gestirnir voru alveg til fyrirmyndar og við erum þakklátir fyrir það. Íslenskir krakkar og allir gestirnir hegðuðu sér mjög vel og við áttum í góðu samstarfi við Kópavogsbæ og lögregluna sem eru mjög ánægðir með hvernig til tókst,“ segir Ísleifur í samtali við fréttastofu. Mikið hefur rætt um „mæm“ Justin Bieber eða meintan svikasöng hans á tónleikunum bæði á fimmtudagskvöld og í gærkvöldi en Ísleifur segist ekkert geta svarað fyrir það. „Ég er ekki talsmaður Justin Bieber og get í raun ekkert kommentað á það sem hann gerir á sviðinu enda væri það út fyrir mitt svið sem tónleikahaldari að gera það. En það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu og hvernig þeir taka því.“ Það er alþekkt að stjörnur „mæmi“ eitthvað á tónleikum, meðal annars ef þær eru mikið að dansa líkt og til að mynda Justin Bieber gerir. „Mér sýnist hann bara ekkert vera að skammast sín fyrir það og eins og hann sé ekkert að rembast við að fela neitt. Eins og ég segi þá er ekki mitt að ræða þetta en hann virðist taka þann pól í hæðina að þetta er „show“ og hann er að dansa og svona. [...] Við sjáum um skipulagið, húsið og að allt sé í góðu lagi en við höfum ekkert að segja um það hvað Justin Bieber gerir á sviðinu eða ekki,“ segir Ísleifur. Hann segist þeirrar skoðunar að „showið“ hafi verið stórkostlegt og það hafi verið vel gert hjá teymi Bieber og sýni mikinn metnað að koma hingað til lands með allan þann búnað sem þeir gerðu. Aðspurður hvort aðrir tónleikarnir hafi verið betri en hinir segist Ísleifur halda að tónleikarnir hafi verið svipaðir. „Við allir sem stöndum að þessu leggjum upp með að þeir séu nákvæmlega eins svo enginn verði svekktur en það getur auðvitað verið dagamunur, líka bara á gestunum, hvernig stemningin er í salnum og hvernig orka fer upp til listamannsins. Þetta er auðvitað alltaf bara matsatriði.“
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51 Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Sendi tvo menn í morgun til að athuga hvort jökullinn væri traustur. 9. september 2016 10:10 Bieber betri í kvöld Lét áhorfendur syngja Love Yourself. 9. september 2016 21:22 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51
Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Sendi tvo menn í morgun til að athuga hvort jökullinn væri traustur. 9. september 2016 10:10