Mikið líf í Jónskvísl Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2016 10:00 Flott veiði í Jónskvísl Mynd: María Petrína Ingólfsdóttir Sjóbirtingsveiðin virðist fara ágætlega af stað á sjóbirtingsslóðum á austurlandi en nokkuð af fiski er greinilega að ganga. Frá suðurlandi og að austfjörðum er mikið af ám af öllum stærðum og gerðum sem fá góðar göngur af sjóbirting og þrátt fyrir fréttir í vor af dauða Grenilæks þá er mikið líf í öðrum ám á svæðinu. María Petrína Ingólfsdóttir var ásamt vinkonu sinni við veiðar í Jónskvísl fyrir stuttu og lentu þær í fínni veiði þrátt fyrir erfið skilyrði. Á fyrsta degi var sem oft áður í sumar glampandi sól og 18 stiga hiti og veiddist ekkert þann daginn. Rok og rigning daginn eftir lífgaði aðeins upp á hlutina og þá tóku þær nokkra flotta fiska úr fossinum en hann var að þeirra sögn stappaður af nýgengnum fiski. Stærðirnar á fiskunum sem þær náðu í þessari ferð var frá 0.6 kg og upp í 4.5 kg bolta. Framundan er haustið sem er tími sjóbirtinganna og eftir að hafa aðeins skoðað framboðið þá sést að nokkuð er laust af leyfum í góðar ár á komandi vikum og verðið er ekki alltaf uppí rjáfrum svo það má gera góða veiði á næstunni fyrir lítinn pening. Það er í það minnsta ekki vatnslaust í ánum á þessum tíma og fullt af fiski að ganga og eftir sólríkt sumar með vatnsleysi í laxveiðinni er kærkomið að kasta flugu í góðu vatni. Mest lesið 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Sjóbirtingsveiðin virðist fara ágætlega af stað á sjóbirtingsslóðum á austurlandi en nokkuð af fiski er greinilega að ganga. Frá suðurlandi og að austfjörðum er mikið af ám af öllum stærðum og gerðum sem fá góðar göngur af sjóbirting og þrátt fyrir fréttir í vor af dauða Grenilæks þá er mikið líf í öðrum ám á svæðinu. María Petrína Ingólfsdóttir var ásamt vinkonu sinni við veiðar í Jónskvísl fyrir stuttu og lentu þær í fínni veiði þrátt fyrir erfið skilyrði. Á fyrsta degi var sem oft áður í sumar glampandi sól og 18 stiga hiti og veiddist ekkert þann daginn. Rok og rigning daginn eftir lífgaði aðeins upp á hlutina og þá tóku þær nokkra flotta fiska úr fossinum en hann var að þeirra sögn stappaður af nýgengnum fiski. Stærðirnar á fiskunum sem þær náðu í þessari ferð var frá 0.6 kg og upp í 4.5 kg bolta. Framundan er haustið sem er tími sjóbirtinganna og eftir að hafa aðeins skoðað framboðið þá sést að nokkuð er laust af leyfum í góðar ár á komandi vikum og verðið er ekki alltaf uppí rjáfrum svo það má gera góða veiði á næstunni fyrir lítinn pening. Það er í það minnsta ekki vatnslaust í ánum á þessum tíma og fullt af fiski að ganga og eftir sólríkt sumar með vatnsleysi í laxveiðinni er kærkomið að kasta flugu í góðu vatni.
Mest lesið 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði