Fögnuðu fram á nótt í Eyjum enda Páll á leiðinni á þing Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2016 10:47 Páll Magnússon á greinilega gott bakland á Heimaey enda Eyjamaður mikill. Mynd/Håkon Broder Lund Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eftir yfirburðarsigur í baráttunni um oddvitasætið í prófkjörinu sem lauk í gær. Lokatölur lágu ekki fyrir fyrr en seint í nótt en þá kom í ljós að Páll hafði hlotið 1771 atkvæði í 1. sætið en 3901 greiddi atkvæði í prófkjörinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hlaut 1021 atkvæði í 1. sætið og hafnaði í fjórða sæti listans. Ljóst er að úrslitin eru mikil tíðindi enda vel mögulegt að sitjandi ráðherra komist ekki inn á þing. Ásmundur Friðriksson hafnaði í 2. sæti og Vilhjálmur Árnason í því þriðja. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður flokksins, hafnaði í fimmta sæti listans. Karlmenn eru því í þremur efstu sætunum og gæti varið svo að kjörnefnd ákveði að breyta röðun á listanum með tilliti til kynja. Vilhjálmi Bjarnasyni, sem hafnaði í fjórða sæti listans í Kraganum, líst ekki vel á að leikreglunum sé breytt eftir á, eins og hann orðar það í samtali við Vísi. Fjögur efstu sæti flokksins í Kraganum eru skipuð karlmönnum og má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í kosningunum í Suður- og Suðvesturkjördæmi.Sjá einnig:Formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna í sjokki Páll, sem tilkynnti framboð sitt fyrir sléttum mánuði, sagðist í samtali við Vísi í nótt hrærður yfir þeim mikla stuðningi sem hann hefði fengið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“ Um 200 manna veisla var haldin á kosningaskrifstofu Páls á Heimaey í gærkvöldi og fram á nótt. Þar var glatt á hjalla eins og sjá má á myndunum að neðan sem Håkon Broder Lund tók.Vísir hvetur þátttakendur í prófkjöri allra flokka til að senda inn myndir frá kosningabaráttunni á ritstjorn@visir.is. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Páll Magnússon hefur áhyggjur af stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. 11. september 2016 00:51 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eftir yfirburðarsigur í baráttunni um oddvitasætið í prófkjörinu sem lauk í gær. Lokatölur lágu ekki fyrir fyrr en seint í nótt en þá kom í ljós að Páll hafði hlotið 1771 atkvæði í 1. sætið en 3901 greiddi atkvæði í prófkjörinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hlaut 1021 atkvæði í 1. sætið og hafnaði í fjórða sæti listans. Ljóst er að úrslitin eru mikil tíðindi enda vel mögulegt að sitjandi ráðherra komist ekki inn á þing. Ásmundur Friðriksson hafnaði í 2. sæti og Vilhjálmur Árnason í því þriðja. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður flokksins, hafnaði í fimmta sæti listans. Karlmenn eru því í þremur efstu sætunum og gæti varið svo að kjörnefnd ákveði að breyta röðun á listanum með tilliti til kynja. Vilhjálmi Bjarnasyni, sem hafnaði í fjórða sæti listans í Kraganum, líst ekki vel á að leikreglunum sé breytt eftir á, eins og hann orðar það í samtali við Vísi. Fjögur efstu sæti flokksins í Kraganum eru skipuð karlmönnum og má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í kosningunum í Suður- og Suðvesturkjördæmi.Sjá einnig:Formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna í sjokki Páll, sem tilkynnti framboð sitt fyrir sléttum mánuði, sagðist í samtali við Vísi í nótt hrærður yfir þeim mikla stuðningi sem hann hefði fengið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“ Um 200 manna veisla var haldin á kosningaskrifstofu Páls á Heimaey í gærkvöldi og fram á nótt. Þar var glatt á hjalla eins og sjá má á myndunum að neðan sem Håkon Broder Lund tók.Vísir hvetur þátttakendur í prófkjöri allra flokka til að senda inn myndir frá kosningabaráttunni á ritstjorn@visir.is.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Páll Magnússon hefur áhyggjur af stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. 11. september 2016 00:51 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30
Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Páll Magnússon hefur áhyggjur af stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. 11. september 2016 00:51
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31