BMW rafmagnsmótorhjól Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2016 13:42 BMW Motorrad hefur svipt hulunni af nýju mótorhjóli sem eingöngu er drifið áfram af rafmagni. Hjólið mun fást með sömu drifrás og endurbættur i3 rafmagnsbíll BMW. BMW Motorrad mun bjóða þetta mótorhjól í nokkrum útfærslum og sú öflugasta með 160 kílómetra drægni, 129 km hámarkshraða og 26 hestafla drifrás. Heiti þessa nýja mótorhjóls eða “scooter” er BMW C evolution og mun það leysa af hólmi rafmagnsmótorhjól með sama nafni sem kom fyrst á markað árið 2014. Nýja hjólið mun í sinni ódýrustu og aflminnstu gerð vera búið 15 hestafla drifrás sem dugar til 100 km aksturs og hefur 120 km hámarkshraða. Rafhlöður þess eru 11 kílówött en aflmesta gerðin er með 19 kílówatta rafhlöðum. Nýja hjólið er með TFT mælaborði, LED aðalljósum, stefnuljósum og nokkrum akstursstillingum. BMW hefur selt fyrri kynslóð C evolution hjólsins í nokkrum Evrópulöndum en ætlar sér að markaðssetja þessa nýju gerð líka í Bandaríkjunum, Japan, S-Kóreu og í Rússlandi. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent
BMW Motorrad hefur svipt hulunni af nýju mótorhjóli sem eingöngu er drifið áfram af rafmagni. Hjólið mun fást með sömu drifrás og endurbættur i3 rafmagnsbíll BMW. BMW Motorrad mun bjóða þetta mótorhjól í nokkrum útfærslum og sú öflugasta með 160 kílómetra drægni, 129 km hámarkshraða og 26 hestafla drifrás. Heiti þessa nýja mótorhjóls eða “scooter” er BMW C evolution og mun það leysa af hólmi rafmagnsmótorhjól með sama nafni sem kom fyrst á markað árið 2014. Nýja hjólið mun í sinni ódýrustu og aflminnstu gerð vera búið 15 hestafla drifrás sem dugar til 100 km aksturs og hefur 120 km hámarkshraða. Rafhlöður þess eru 11 kílówött en aflmesta gerðin er með 19 kílówatta rafhlöðum. Nýja hjólið er með TFT mælaborði, LED aðalljósum, stefnuljósum og nokkrum akstursstillingum. BMW hefur selt fyrri kynslóð C evolution hjólsins í nokkrum Evrópulöndum en ætlar sér að markaðssetja þessa nýju gerð líka í Bandaríkjunum, Japan, S-Kóreu og í Rússlandi.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent