Góður kippur í veiðina í kjölfar rigninga Karl Lúðvíksson skrifar 13. september 2016 09:00 Fallegur hausthængur úr Langá Mynd: KL Rigningunni hefur verið vel fagnað af veiðimönnum á vesturlandi þar sem árnar voru orðnar ansi vatnslitlar. Það ringdi hressilega um helgina á vesturlandi sem lyfti ánum aðeins upp og það er við manninn mælt að takan fór loksins aftur í gang. Sem dæmi um þetta þá var holl við veiðar í Langá á Mýrum með 49 laxa á land sem er eitt besta hollið frá því um miðjan ágúst og holl sem hóf veiðar á hádegi í gær var komið með 12 laxa á kvöldvakt og það var nokkuð af laxi sem slapp. Langá til að mynda hefur hækkað um 15-20 sm á fáum dögum og er að komast í ágætis haustvatn og það sem meira er, það er meiri rigning á leiðinni. Það er mikil hreyfing á laxinum og ljóst að haustveiðin núna gæti náð þeim hæðum sem menn vonuðust eftir því nóg er af laxi í ánni. Það er veitt í tólf daga í viðbót og í kvöld var áin komin í 1211 laxa og gæti því með góðum dögum það sem eftir lifir tímabils komist í og jafnvel yfir 1.300 laxa. Svipaða sögu er að segja af mörgum ám á vesturlandi, rigningin hleypti lífi í veiðina og haustið gæti þess vegna orðið ágætt nokkuð víða. Mest lesið Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Ekki mikil veiði fyrstu tvo dagana á rjúpnaslóðum Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði
Rigningunni hefur verið vel fagnað af veiðimönnum á vesturlandi þar sem árnar voru orðnar ansi vatnslitlar. Það ringdi hressilega um helgina á vesturlandi sem lyfti ánum aðeins upp og það er við manninn mælt að takan fór loksins aftur í gang. Sem dæmi um þetta þá var holl við veiðar í Langá á Mýrum með 49 laxa á land sem er eitt besta hollið frá því um miðjan ágúst og holl sem hóf veiðar á hádegi í gær var komið með 12 laxa á kvöldvakt og það var nokkuð af laxi sem slapp. Langá til að mynda hefur hækkað um 15-20 sm á fáum dögum og er að komast í ágætis haustvatn og það sem meira er, það er meiri rigning á leiðinni. Það er mikil hreyfing á laxinum og ljóst að haustveiðin núna gæti náð þeim hæðum sem menn vonuðust eftir því nóg er af laxi í ánni. Það er veitt í tólf daga í viðbót og í kvöld var áin komin í 1211 laxa og gæti því með góðum dögum það sem eftir lifir tímabils komist í og jafnvel yfir 1.300 laxa. Svipaða sögu er að segja af mörgum ám á vesturlandi, rigningin hleypti lífi í veiðina og haustið gæti þess vegna orðið ágætt nokkuð víða.
Mest lesið Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Ekki mikil veiði fyrstu tvo dagana á rjúpnaslóðum Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði