Fimmtungur Íslendinga spilað Pokémon Go Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. september 2016 13:20 Pokémon Go er einn vinsælasti snjallsímaleikur seinni ára. Vísir/Getty 20,7 prósent Íslendinga hafa spilað snjallsímaleikinn ofurvinsæla Pokémon Go á einhverjum tímapunkti samkvæmt nýrri könnum MMR. Tæplega helmingur Íslendinga á aldrinum 18-29 ára hefur spilað leikinn. Könnunin var framkvæmd á dögunum 22. til 29. ágúst 2016 og spurt var: Hefur þú prófað snjallsímaleikinn Pokémon Go? Fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu reyndist líklegra til að hafa spilað Pokémon Go heldur en fólk sem búsett var á landsbyggðinni. Námsmenn eru sá hópur sem líklegastur er til að hafa spilað leikinn en alls sögðust 51,5 prósent námsmanna hafa prófað Pokémon Go og spila 15,9 prósent námsmanna leikinn reglulega. Athygli vekur að af þeim sem ekki styðja ríkisstjórnina sögðust 25,5 prósent hafa spilað Pokémon Go samanborið við tíu prósent þeirra sem styðja ríkisstjórnina. Pokémon Go er einn vinsælasti snjallsímaleikur heims um þessar mundir, en þar geta notendur veitt svokallaða Pokémona. Pokémon spil, tölvuleikir, sjónvarpsþættir og kvikmyndir nutu mikilla vinsælda í lok 20. aldarinnnar, og er leikurinn vinsæll meðal ungra sem og aldinna, sem muna eftir Pokémon úr æsku sinni.Niðurstöður MMR í heild sinni.Mynd/MMR. Pokemon Go Tengdar fréttir Töluverðar skemmdir vegna Pokémon þjálfara í Lystigarðinum á Akureyri Forstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni um að svokölluð Pokéstop séu fjarlægð úr garðinum. 23. ágúst 2016 11:35 Pokémon þjálfarar gómuðu þjóf Fönguðu þjófinn reyndar ekki með Poké-boltum heldur héldu honum þar til lögreglan kom. 1. september 2016 10:24 Fara í aðgerðir gegn Pokémon Go spilun í umferðinni Lögreglan í Taívan er langþreytt á Pokémon Go spilurum. 11. ágúst 2016 13:21 Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
20,7 prósent Íslendinga hafa spilað snjallsímaleikinn ofurvinsæla Pokémon Go á einhverjum tímapunkti samkvæmt nýrri könnum MMR. Tæplega helmingur Íslendinga á aldrinum 18-29 ára hefur spilað leikinn. Könnunin var framkvæmd á dögunum 22. til 29. ágúst 2016 og spurt var: Hefur þú prófað snjallsímaleikinn Pokémon Go? Fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu reyndist líklegra til að hafa spilað Pokémon Go heldur en fólk sem búsett var á landsbyggðinni. Námsmenn eru sá hópur sem líklegastur er til að hafa spilað leikinn en alls sögðust 51,5 prósent námsmanna hafa prófað Pokémon Go og spila 15,9 prósent námsmanna leikinn reglulega. Athygli vekur að af þeim sem ekki styðja ríkisstjórnina sögðust 25,5 prósent hafa spilað Pokémon Go samanborið við tíu prósent þeirra sem styðja ríkisstjórnina. Pokémon Go er einn vinsælasti snjallsímaleikur heims um þessar mundir, en þar geta notendur veitt svokallaða Pokémona. Pokémon spil, tölvuleikir, sjónvarpsþættir og kvikmyndir nutu mikilla vinsælda í lok 20. aldarinnnar, og er leikurinn vinsæll meðal ungra sem og aldinna, sem muna eftir Pokémon úr æsku sinni.Niðurstöður MMR í heild sinni.Mynd/MMR.
Pokemon Go Tengdar fréttir Töluverðar skemmdir vegna Pokémon þjálfara í Lystigarðinum á Akureyri Forstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni um að svokölluð Pokéstop séu fjarlægð úr garðinum. 23. ágúst 2016 11:35 Pokémon þjálfarar gómuðu þjóf Fönguðu þjófinn reyndar ekki með Poké-boltum heldur héldu honum þar til lögreglan kom. 1. september 2016 10:24 Fara í aðgerðir gegn Pokémon Go spilun í umferðinni Lögreglan í Taívan er langþreytt á Pokémon Go spilurum. 11. ágúst 2016 13:21 Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Töluverðar skemmdir vegna Pokémon þjálfara í Lystigarðinum á Akureyri Forstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni um að svokölluð Pokéstop séu fjarlægð úr garðinum. 23. ágúst 2016 11:35
Pokémon þjálfarar gómuðu þjóf Fönguðu þjófinn reyndar ekki með Poké-boltum heldur héldu honum þar til lögreglan kom. 1. september 2016 10:24
Fara í aðgerðir gegn Pokémon Go spilun í umferðinni Lögreglan í Taívan er langþreytt á Pokémon Go spilurum. 11. ágúst 2016 13:21