Kvikmyndahátíðin Northern Wave færð í Frystiklefann á Rifi Sara McMahon skrifar 14. september 2016 08:00 Kvikmyndagerðarkonan og framleiðandinn Dögg Mósesdóttir er stofnandi Northern Wave. Hátíðin verður haldin í níunda sinn þann 21. október. vísir/Ernir Stuttmynda- og tónlistarhátíðin Northern Wave fer fram í níunda sinn þann 21 til 23 október. Hátíðin hefur frá upphafi farið verið haldin á Grundarfirði á Snæfellsnesi en hefur nú verið færð í Frystiklefann á Rifi sökum skorts á gistirými. Þetta er í annað sinn sem Northern Wave er færð vegna vöntunar á gistiplássi. Kvikmyndagerðarkonan og framleiðandinn Dögg Mósesdóttir er stofnandi Northern Wave. Hún er fædd og uppalin á Grundarfirði og setti hátíðina á fót í samvinnu við Menningarsjóð Vesturlands á sínum tíma í þeim tilgangi að efla menningarlíf bæjarins og laða að gesti utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Mikill viðsnúningur hefur nú orðið og með auknu flæði ferðamanna til landsins hefur reynst erfiðara að hýsa gesti hátíðarinnar. „Það er vissulega stúss að færa heila hátíð fyrst um árstíma og núna úr einu bæjarfélagi í annað, en að sama skapi gefur það manni nýja orku að prófa hátíðina við nýjan bæ – það er næstum eins og ég sé að halda hátíðina í fyrsta sinn ... aftur,“ segir Dögg og hlær. „Mér finnst líka skemmtilegt að opna enn frekar á samskiptin milli bæjanna á Snæfellsnesinu og um leið leggja mitt af mörkum við að reyna að útrýma þessum gamla ríg sem ríkir milli þeirra.“ Dagskráin í ár býður upp á nokkrar spennandi nýjungar, þar á meðal vídeó listaverk og námskeið í hreyfimyndagerð fyrir grunnskólabörn. Að sögn Daggar verður viðburðum dreift meira um svæðið en áður og verða námskeið meðal annars haldin á Ólafsvík. „Við munum leggja sérstaka áherslu á vídeóverk í ár. Við höfum ekki gert það áður því við höfum ekki haft sal til þess en núna getum við verið með sýningar í tveimur sölum og því boðið upp á fleiri og öðruvísi sýningar. Hátíðin fer fram sömu helgi og vetrarfrí grunnskólanna og dagskráin tekur mið af því – við vonumst til að fjölskyldufólk leggi leið sína til okkar.“ Frítt er inn á allar sýningar hátíðarinnar en vægt gjald rukkað inn á aðra viðburði, líkt og námskeið og böll. Áhugasamir geta skráð sig á námskeiðin í gegnum heimasíðu hátíðarinnar eða með því að senda póst á info@northernwavefilmfestival.com.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 14. september. Bíó og sjónvarp Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Stuttmynda- og tónlistarhátíðin Northern Wave fer fram í níunda sinn þann 21 til 23 október. Hátíðin hefur frá upphafi farið verið haldin á Grundarfirði á Snæfellsnesi en hefur nú verið færð í Frystiklefann á Rifi sökum skorts á gistirými. Þetta er í annað sinn sem Northern Wave er færð vegna vöntunar á gistiplássi. Kvikmyndagerðarkonan og framleiðandinn Dögg Mósesdóttir er stofnandi Northern Wave. Hún er fædd og uppalin á Grundarfirði og setti hátíðina á fót í samvinnu við Menningarsjóð Vesturlands á sínum tíma í þeim tilgangi að efla menningarlíf bæjarins og laða að gesti utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Mikill viðsnúningur hefur nú orðið og með auknu flæði ferðamanna til landsins hefur reynst erfiðara að hýsa gesti hátíðarinnar. „Það er vissulega stúss að færa heila hátíð fyrst um árstíma og núna úr einu bæjarfélagi í annað, en að sama skapi gefur það manni nýja orku að prófa hátíðina við nýjan bæ – það er næstum eins og ég sé að halda hátíðina í fyrsta sinn ... aftur,“ segir Dögg og hlær. „Mér finnst líka skemmtilegt að opna enn frekar á samskiptin milli bæjanna á Snæfellsnesinu og um leið leggja mitt af mörkum við að reyna að útrýma þessum gamla ríg sem ríkir milli þeirra.“ Dagskráin í ár býður upp á nokkrar spennandi nýjungar, þar á meðal vídeó listaverk og námskeið í hreyfimyndagerð fyrir grunnskólabörn. Að sögn Daggar verður viðburðum dreift meira um svæðið en áður og verða námskeið meðal annars haldin á Ólafsvík. „Við munum leggja sérstaka áherslu á vídeóverk í ár. Við höfum ekki gert það áður því við höfum ekki haft sal til þess en núna getum við verið með sýningar í tveimur sölum og því boðið upp á fleiri og öðruvísi sýningar. Hátíðin fer fram sömu helgi og vetrarfrí grunnskólanna og dagskráin tekur mið af því – við vonumst til að fjölskyldufólk leggi leið sína til okkar.“ Frítt er inn á allar sýningar hátíðarinnar en vægt gjald rukkað inn á aðra viðburði, líkt og námskeið og böll. Áhugasamir geta skráð sig á námskeiðin í gegnum heimasíðu hátíðarinnar eða með því að senda póst á info@northernwavefilmfestival.com.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 14. september.
Bíó og sjónvarp Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein