Skætt sjóslys fyrir 80 árum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. september 2016 09:15 Þrímastra seglskipið Purquoi Pas? siglir út úr Reykjavíkurhöfn. Mynd/Karl Christian Nielsen/Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þetta var dramatískur atburður og vakti gríðarlega athygli bæði hér á Íslandi og ekki síður í Frakklandi. Leiðangursstjórinn Charcot var vissulega í hópi þekktustu vísindamanna þar á sínum tíma.“ Þetta segir Illugi Jökulsson rithöfundur um sjóslysið stóra fyrir 80 árum þegar franska rannsóknarskipið Purquoi-Pas? (Hversvegna ekki?) fórst við Álftanes á Mýrum og með því 40 manns. Illugi verður með hádegisfyrirlestur um það á morgun í Sjóminjasafninu á Grandagarði.Illugi heldur hádegisfyrirlestur á morgun í Sjóminjasafninu. Fréttablaðið/StefánIllugi segir mörg skip hafa farist við Mýrar á fyrri tíð. „En það þótti merkilegt að svona þrautreynt skip eins og Purquoi-Pas? með svona þrautreynda áhöfn skyldi lenda í því,“ segir hann og bætir við: „Charcot hafði komið oft til landsins, var þekktur hér og virtur vel. Ég ætla að segja svolítið frá ævi hans og rekja það sem ég veit um þessa síðustu siglingu skipsins.“ Franska sendiráðið, Háskóli Íslands og Vináttufélag Charcots og Pourquoi-Pas? standa einnig að viðburðum, í samstarfi við afkomendur Charcots sem hingað fjölmenna af þessu tilefni. Nú í dag klukkan 10 er athöfn í Straumfirði á Mýrum og í kvöld forsýning á nýrri heimildarmynd um Charcot í Alliance française, Tryggvagötu 8. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en myndin er á frönsku og ekki textuð. Á morgun klukkan 10 er svo minningarmessa í Landakotskirkju og fleiri viðburðir eru á dagskránni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. sseptember 2016. Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
„Þetta var dramatískur atburður og vakti gríðarlega athygli bæði hér á Íslandi og ekki síður í Frakklandi. Leiðangursstjórinn Charcot var vissulega í hópi þekktustu vísindamanna þar á sínum tíma.“ Þetta segir Illugi Jökulsson rithöfundur um sjóslysið stóra fyrir 80 árum þegar franska rannsóknarskipið Purquoi-Pas? (Hversvegna ekki?) fórst við Álftanes á Mýrum og með því 40 manns. Illugi verður með hádegisfyrirlestur um það á morgun í Sjóminjasafninu á Grandagarði.Illugi heldur hádegisfyrirlestur á morgun í Sjóminjasafninu. Fréttablaðið/StefánIllugi segir mörg skip hafa farist við Mýrar á fyrri tíð. „En það þótti merkilegt að svona þrautreynt skip eins og Purquoi-Pas? með svona þrautreynda áhöfn skyldi lenda í því,“ segir hann og bætir við: „Charcot hafði komið oft til landsins, var þekktur hér og virtur vel. Ég ætla að segja svolítið frá ævi hans og rekja það sem ég veit um þessa síðustu siglingu skipsins.“ Franska sendiráðið, Háskóli Íslands og Vináttufélag Charcots og Pourquoi-Pas? standa einnig að viðburðum, í samstarfi við afkomendur Charcots sem hingað fjölmenna af þessu tilefni. Nú í dag klukkan 10 er athöfn í Straumfirði á Mýrum og í kvöld forsýning á nýrri heimildarmynd um Charcot í Alliance française, Tryggvagötu 8. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en myndin er á frönsku og ekki textuð. Á morgun klukkan 10 er svo minningarmessa í Landakotskirkju og fleiri viðburðir eru á dagskránni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. sseptember 2016.
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira