Gallarnir fóru að þykja mjög hallærislegir með tímanum og árið 2014 var fyrirtækið búið að loka öllum sínum verslunum. Öllum að óvörum og tískuspekúlöntum til mikillar mæðu ákvað fyrirtækið að koma með „comeback“ og það í samstarfi við verslunina Bloomingdales. Auglýsingaherferðin er kölluð #Trackisback og engin önnur en Kim Kardashian setur blessun sína yfir endurkomu trendsins og klæðist slíkum galla í tískuþætti tímaritsins Wonderland.


