The Grand Tour hefst 18. nóvember Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2016 15:00 Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir sýningum á bílaþættinum The Grand Tour þar sem þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May munu að vonum fara hamförum á hinum ýmsu ökutækjum og líklega móðga heilu þjóðirnar í leiðinni. Svo virðist sem dagsetningin, sem áfram átti að halda leyndri, hafi lekið út í tölvupósti. Fyrsti þátturinn verður sýndur þann 18. nóvember, sem er föstudagur. Þættirnir The Grand Tour verður sýndur í vefsjónvarpi Amazon Prime. Nú vita semsagt sannir bílaáhugamenn hvaða dag þeir eiga að taka frá og plana fátt annað þann daginn. Forvitnilegt verður að sjá hvort nýju þættir þeirra fyrrverandi Top Gear manna fái ekki meira áhorf en síðasta þáttaröð Top Gear, sem fékk afleita dóma, enda án þeirra snillinga. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent
Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir sýningum á bílaþættinum The Grand Tour þar sem þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May munu að vonum fara hamförum á hinum ýmsu ökutækjum og líklega móðga heilu þjóðirnar í leiðinni. Svo virðist sem dagsetningin, sem áfram átti að halda leyndri, hafi lekið út í tölvupósti. Fyrsti þátturinn verður sýndur þann 18. nóvember, sem er föstudagur. Þættirnir The Grand Tour verður sýndur í vefsjónvarpi Amazon Prime. Nú vita semsagt sannir bílaáhugamenn hvaða dag þeir eiga að taka frá og plana fátt annað þann daginn. Forvitnilegt verður að sjá hvort nýju þættir þeirra fyrrverandi Top Gear manna fái ekki meira áhorf en síðasta þáttaröð Top Gear, sem fékk afleita dóma, enda án þeirra snillinga.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent