Fiat Chrysler innkallar 1,9 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2016 15:15 Jeep Patriot. Fiat Chrysler bílasamstæðan hefur innkallað 1,9 milljónir bíla vegna galla í öryggispúðum bílanna. Stóra fréttin er ef til vill sú að hér er ekki um að ræða öryggispúða framleidda af japanska fyrirtækinu Takata. Innköllunin kemur í kjölfar 3 dauðsfalla og 5 alvarlegra slysa að auki sökum galla í púðunum. Gallinn er fólginn í rafrænni bilun sem orsakar það að öryggispúðarnir blása ekki út og öryggisbeltin herðast heldur ekki að. Gallana fá finna í bílgerðunum Vhrysler Sebring, Chrysler 200, Dodge Caliber, Dodge Avenger, Jeep Patriot, Jeep Compass, og Lancia Flavia. Bílar framleiddir af Fiat Chrysler samstæðunni í dag eru ekki með þennan gallaða búnað. Þessi innköllun Fiat Chrysler kemur rétt í kjölfar 4,3 milljón bíla innköllun General Motors vegna bilaðra loftpúða, sem orsakast af galla í hugbúnaði. Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent
Fiat Chrysler bílasamstæðan hefur innkallað 1,9 milljónir bíla vegna galla í öryggispúðum bílanna. Stóra fréttin er ef til vill sú að hér er ekki um að ræða öryggispúða framleidda af japanska fyrirtækinu Takata. Innköllunin kemur í kjölfar 3 dauðsfalla og 5 alvarlegra slysa að auki sökum galla í púðunum. Gallinn er fólginn í rafrænni bilun sem orsakar það að öryggispúðarnir blása ekki út og öryggisbeltin herðast heldur ekki að. Gallana fá finna í bílgerðunum Vhrysler Sebring, Chrysler 200, Dodge Caliber, Dodge Avenger, Jeep Patriot, Jeep Compass, og Lancia Flavia. Bílar framleiddir af Fiat Chrysler samstæðunni í dag eru ekki með þennan gallaða búnað. Þessi innköllun Fiat Chrysler kemur rétt í kjölfar 4,3 milljón bíla innköllun General Motors vegna bilaðra loftpúða, sem orsakast af galla í hugbúnaði.
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent