Systir Gigi, forsíðufyrirsæta Glamour Bella Hadid fékk heiðurinn að loka sýningu Versus þetta árið og var eflaust fínt að sjá fjölskyldumeðlimi meðal áhorfenda.
Það var Donatella Versace sjálf sem var yfirhönnuður af þessari hliðarlínu Versace tískuhússins en hún tók við keflinu af Anthony Vaccarello sem hætti í apríl á þessu ári og fór yfir til Saint Laurent. Þó að sýningin sjálf hafi fengið blendna dóma tískupressunnar stóðu þær Hadid systur fyrir sínu.

