Engir dísilbílar Volkswagen til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2016 09:32 Engis Volkswagen bílar með dísilvél verða seldir á næstunni í Bandaríkjunum. Allt frá uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen síðasta haust hefur fyrirtækið ekki selt neina dísilbíla þarlendis. Það var þó ávallt meiningin að gefast ekki upp við sölu dísilbíla þar, þangað til ákvörðun var tekin af Volkswagen í síðustu viku að reyna ekki að markaðssetja þá í Bandaríkjunum á næstunni, hvað sem síðar verður. Þessi ákvörðun Volkswagen tengist væntanlega nýrri áherslu fyrirtækisins á rafmagnsbíla og líklegast hefst ný sókn Volkswagen í Bandaríkjunum með rafmagnsbílum, þá bæði með tengiltvinnbílum og hreinræktuðum rafmagnsbílum. Það þurfti reyndar enga ákvörðun frá hendi Volkswagen að hætta að selja dísilbíla sína um sinn í kjölfar dísilvélaskandalsins þar sem fyrirtækinu var einfaldlega bannað af bandarískum yfirvöldum að selja þá í landinu tímabundið og átti það einnig við önnur bílamerki innan Volkswagen bílafjölskyldunnar, svo sem Audi bíla með dísilvél. Fyrir dísilvélaskandalinn voru um 25% seldra Volkswagen bíla í Bandaríkjunum með dísilvél. Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent
Allt frá uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen síðasta haust hefur fyrirtækið ekki selt neina dísilbíla þarlendis. Það var þó ávallt meiningin að gefast ekki upp við sölu dísilbíla þar, þangað til ákvörðun var tekin af Volkswagen í síðustu viku að reyna ekki að markaðssetja þá í Bandaríkjunum á næstunni, hvað sem síðar verður. Þessi ákvörðun Volkswagen tengist væntanlega nýrri áherslu fyrirtækisins á rafmagnsbíla og líklegast hefst ný sókn Volkswagen í Bandaríkjunum með rafmagnsbílum, þá bæði með tengiltvinnbílum og hreinræktuðum rafmagnsbílum. Það þurfti reyndar enga ákvörðun frá hendi Volkswagen að hætta að selja dísilbíla sína um sinn í kjölfar dísilvélaskandalsins þar sem fyrirtækinu var einfaldlega bannað af bandarískum yfirvöldum að selja þá í landinu tímabundið og átti það einnig við önnur bílamerki innan Volkswagen bílafjölskyldunnar, svo sem Audi bíla með dísilvél. Fyrir dísilvélaskandalinn voru um 25% seldra Volkswagen bíla í Bandaríkjunum með dísilvél.
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent