Í hvaða borg Evrópu er hjóli fyrst stolið? Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2016 11:01 Skoda efndi til athygliverðrar keppni milli borga í Evrópu, en væntanlega munu borgaryfirvöld sigurvegarans ekki hafa fagnað ýkja mikið. Keppnin var nefnilega fólgin í því að finna út í hvaða borg fyrst yrði stolið hjóli sem skilið yrði eftir á áberandi og fjölförnum stað. Borgirnar sem valdar voru til þátttöku þessu sinni voru Róm, Amsterdam og Prag. Ástæðulaust er að láta upp í hvaða borg hjólinu var fyrst stolið, en til þess er rétt að horfa á myndskeiðið hér að ofan, sem er reyndar bráðskemmtilegt. Það tók “sigurvegarann” aðeins 22 mínútur og 40 sekúndur að næla í gullið, þ.e. þangað til þjófur stal hjólinu. Öllu lengur tók það í borginni sem hreppti silfrið, eða rétt innan við einn klukkutíma og 8 mínútur. Sú borg sem síðast kom í keppninni getur stært sig af því að þegar tæplega þrír klukkutímar voru liðnir var ekki enn búið að stela hjólinu. Bílar video Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent
Skoda efndi til athygliverðrar keppni milli borga í Evrópu, en væntanlega munu borgaryfirvöld sigurvegarans ekki hafa fagnað ýkja mikið. Keppnin var nefnilega fólgin í því að finna út í hvaða borg fyrst yrði stolið hjóli sem skilið yrði eftir á áberandi og fjölförnum stað. Borgirnar sem valdar voru til þátttöku þessu sinni voru Róm, Amsterdam og Prag. Ástæðulaust er að láta upp í hvaða borg hjólinu var fyrst stolið, en til þess er rétt að horfa á myndskeiðið hér að ofan, sem er reyndar bráðskemmtilegt. Það tók “sigurvegarann” aðeins 22 mínútur og 40 sekúndur að næla í gullið, þ.e. þangað til þjófur stal hjólinu. Öllu lengur tók það í borginni sem hreppti silfrið, eða rétt innan við einn klukkutíma og 8 mínútur. Sú borg sem síðast kom í keppninni getur stært sig af því að þegar tæplega þrír klukkutímar voru liðnir var ekki enn búið að stela hjólinu.
Bílar video Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent