Þjóðarþráttin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 19. september 2016 00:00 Enn einir þjóðarþráttarsamningarnir voru samþykktir á dögunum á Alþingi og allt fór það fram samkvæmt dagskrá – eftir vandlega undirbúinni dagskrá þar sem atkvæðagreiðsla þingmanna er táknrænt leikrit í lokin. Nítján samþykkir, sjö greiða atkvæði gegn en hinir sitja hjá; ekki á okkar vegum, kemur okkur ekki við, myndum ekki gera þetta svona sjálf, þvoum hendur okkar af þessu. Táknrænt leikrit. Þau má nefnilega ekki vanmeta. Það gleymdist nefnilega að það er ekkert hægt að sitja hjá. Sé maður á annað borð andvígum slíkum framlögum úr almannasjóðum til að styrkja atvinnugrein eða lífsmáta eða listgrein – eða hvað við viljum annars kenna landbúnaðinn við – þá þurfa allir að taka afstöðu.Kurteist fólk Í tíð síðustu ríkisstjórnar – Jóhönnustjórnarinnar – var þingið á löngum köflum gert óstarfhæft með markvissu málþófi sem ekki var síst stjórnað af núverandi ráðherra landbúnaðarmála, Gunnari Braga Sveinssyni. Ríkisstjórn Jóhönnu var gert ókleift að ná nokkrum málum í gegnum brimskafla mállæðisins sem öllu drekkti, með þeim afleiðingum fyrir Samfylkinguna að kjósendur kenna henni um allt sem miður hefur farið á Íslandi frá landnámi. Á þessum árum þótti Framsóknarmönnum og Sjálfstæðifólki ekki tiltökumál að beita málþófi á fjárlög – sem var einsdæmi – aukinheldur að þeir hleyptu í gegn smærri málum. Núverandi stjórnarandstaða er öllu ábyrgari, gerir samninga við stjórnarmeirihlutann um að hleypa í gegn tilteknum málum gegn því að fá eitthvað á móti. Í tilviki búvörusamninga voru það ákvæði um hugsanlega endurskoðun eftir þrjú ár á samningunum sem annars gilda til tíu ára – en þó aðeins ef bændum þykir ástæða til. Fulltrúar stjórnarandstöðu telja sig hafa skýr loforð um að við þessi endurskoðunarákvæði verði staðið. En eitt er að vera háttvís og fara að reglum lýðræðisins – það er mjög mikilsvert og lofsvert að gera það – en annað er að láta meirihlutann fara sínu fram með öllu fyrirhafnarlaust, eins og manni virðist að gert hafi verið í þessu tilviki. Hugsanleg endurskoðun eftir þrjú ár: öllu rýrari getur uppskeran ekki verið. Manni virðist að þetta sé eiginlega angi af öðru og stærra og meira böli stjórnarandstöðu – að skynja ekki slátt tímans; heyra ekki kröfur fólks um nýja siði, breytt samfélag, sem taki mið af almannahagsmunum fremur en að þjóna sérhagsmunum. Kurteist fólk. Nema nú var það sem sagt kurteisi flokkurinn sem vildi ekki vera með – Björt framtíð sem legið er á hálsi fyrir að vera of málefnaleg sagði nei og tók ekki þátt í þessari kurteislegu athöfn heldur greiddi atkvæði gegn þessum samningum, sem skuldbinda ríkisstjóð til milljarða útgjalda um ókomin ár.Samningar Í nútímasamfélagi þarf að semja um allt. Stéttirnar og hagsmunahóparnir þurfa að hafa sína öflugu fulltrúa og talsmenn á þingi og það er hlutverk þeirra að gæta hagsmuna þeirra sem senda þá á þing, og semja við þá sem eiga annarra hagsmuna að gæta. Í samningum er ekki hægt að sitja hjá. Maður verður að koma fram með sínar áherslur og kröfur og þær þurfa að vera skýrari og eindregnari en svo að fá það tryggt að ef til vill verði þetta endurskoðað eftir þrjú ár, ef viðsemjandanum lýst svo á. Meirihluti landsmanna starfar ekki í landbúnaði. Raunar ansi mikill meirihluti – satt að segja er landbúnaður rúmlega 1% af vergri þjóðarframleiðslu. Má raunar segja að öll þjóðin eins og hún leggur sig sé „neytendur“ sem þó eru aldrei tilkvaddir til nokkru sinni. Samt er áreiðanlega leitun að þeirri manneskju hér á landi sem ekki viðurkennir ómælda þýðingu landbúnaðar fyrir land og þjóð. Flest viljum við að matvælaframleiðsla víða um land eflist og styrkist, dafni og verði sem fjölbreyttust og ánægjulegust. Landsmenn gera sér líka almennt grein fyrir því að erfitt er að reka hér landbúnað og bændur þurfa styrki og fyrirgreiðslu rétt eins og tíðkast um alla Evrópu. Almennt gerir fólk greinarmun á bændum og framleiðslu þeirra annars vegar og svo stórum milliliðum og má þar einu gilda hvort um er að ræða auðhring á borð við Mjólkusamsöluna eða verslunarrisa eins og Haga. En þegar gerðir eru samningar við fulltrúa rikisins – sem eru þá jafnframt fulltrúar allra landsmanna – líka þeirra sem ekki starfa við landbúnað – þá er það með öllu óviðunandi að þar komi hvergi að borðinu fulltrúi neytenda; sem eru eiginlega allir landsmenn. Fulltrúar ríkisins í þessum samningum koma úr ráðuneyti landbúnaðar og alkunna er að milli þess ráðuneytis og bændaforystunnar hafa löngum legið slíkir gagnvegir að tómt má er að tala um fulltrúa þess ráðuneytis sem fulltrúa almennings í nokkrum skilningi. Þó ekki væri nema fyrir þessa sök hljóta fulltrúar almennings á alþingi, sem ekki styðja sjálfvirk framlög til landbúnaðarkerfisins, að minnsta kosti að ræskja sig aðeins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Enn einir þjóðarþráttarsamningarnir voru samþykktir á dögunum á Alþingi og allt fór það fram samkvæmt dagskrá – eftir vandlega undirbúinni dagskrá þar sem atkvæðagreiðsla þingmanna er táknrænt leikrit í lokin. Nítján samþykkir, sjö greiða atkvæði gegn en hinir sitja hjá; ekki á okkar vegum, kemur okkur ekki við, myndum ekki gera þetta svona sjálf, þvoum hendur okkar af þessu. Táknrænt leikrit. Þau má nefnilega ekki vanmeta. Það gleymdist nefnilega að það er ekkert hægt að sitja hjá. Sé maður á annað borð andvígum slíkum framlögum úr almannasjóðum til að styrkja atvinnugrein eða lífsmáta eða listgrein – eða hvað við viljum annars kenna landbúnaðinn við – þá þurfa allir að taka afstöðu.Kurteist fólk Í tíð síðustu ríkisstjórnar – Jóhönnustjórnarinnar – var þingið á löngum köflum gert óstarfhæft með markvissu málþófi sem ekki var síst stjórnað af núverandi ráðherra landbúnaðarmála, Gunnari Braga Sveinssyni. Ríkisstjórn Jóhönnu var gert ókleift að ná nokkrum málum í gegnum brimskafla mállæðisins sem öllu drekkti, með þeim afleiðingum fyrir Samfylkinguna að kjósendur kenna henni um allt sem miður hefur farið á Íslandi frá landnámi. Á þessum árum þótti Framsóknarmönnum og Sjálfstæðifólki ekki tiltökumál að beita málþófi á fjárlög – sem var einsdæmi – aukinheldur að þeir hleyptu í gegn smærri málum. Núverandi stjórnarandstaða er öllu ábyrgari, gerir samninga við stjórnarmeirihlutann um að hleypa í gegn tilteknum málum gegn því að fá eitthvað á móti. Í tilviki búvörusamninga voru það ákvæði um hugsanlega endurskoðun eftir þrjú ár á samningunum sem annars gilda til tíu ára – en þó aðeins ef bændum þykir ástæða til. Fulltrúar stjórnarandstöðu telja sig hafa skýr loforð um að við þessi endurskoðunarákvæði verði staðið. En eitt er að vera háttvís og fara að reglum lýðræðisins – það er mjög mikilsvert og lofsvert að gera það – en annað er að láta meirihlutann fara sínu fram með öllu fyrirhafnarlaust, eins og manni virðist að gert hafi verið í þessu tilviki. Hugsanleg endurskoðun eftir þrjú ár: öllu rýrari getur uppskeran ekki verið. Manni virðist að þetta sé eiginlega angi af öðru og stærra og meira böli stjórnarandstöðu – að skynja ekki slátt tímans; heyra ekki kröfur fólks um nýja siði, breytt samfélag, sem taki mið af almannahagsmunum fremur en að þjóna sérhagsmunum. Kurteist fólk. Nema nú var það sem sagt kurteisi flokkurinn sem vildi ekki vera með – Björt framtíð sem legið er á hálsi fyrir að vera of málefnaleg sagði nei og tók ekki þátt í þessari kurteislegu athöfn heldur greiddi atkvæði gegn þessum samningum, sem skuldbinda ríkisstjóð til milljarða útgjalda um ókomin ár.Samningar Í nútímasamfélagi þarf að semja um allt. Stéttirnar og hagsmunahóparnir þurfa að hafa sína öflugu fulltrúa og talsmenn á þingi og það er hlutverk þeirra að gæta hagsmuna þeirra sem senda þá á þing, og semja við þá sem eiga annarra hagsmuna að gæta. Í samningum er ekki hægt að sitja hjá. Maður verður að koma fram með sínar áherslur og kröfur og þær þurfa að vera skýrari og eindregnari en svo að fá það tryggt að ef til vill verði þetta endurskoðað eftir þrjú ár, ef viðsemjandanum lýst svo á. Meirihluti landsmanna starfar ekki í landbúnaði. Raunar ansi mikill meirihluti – satt að segja er landbúnaður rúmlega 1% af vergri þjóðarframleiðslu. Má raunar segja að öll þjóðin eins og hún leggur sig sé „neytendur“ sem þó eru aldrei tilkvaddir til nokkru sinni. Samt er áreiðanlega leitun að þeirri manneskju hér á landi sem ekki viðurkennir ómælda þýðingu landbúnaðar fyrir land og þjóð. Flest viljum við að matvælaframleiðsla víða um land eflist og styrkist, dafni og verði sem fjölbreyttust og ánægjulegust. Landsmenn gera sér líka almennt grein fyrir því að erfitt er að reka hér landbúnað og bændur þurfa styrki og fyrirgreiðslu rétt eins og tíðkast um alla Evrópu. Almennt gerir fólk greinarmun á bændum og framleiðslu þeirra annars vegar og svo stórum milliliðum og má þar einu gilda hvort um er að ræða auðhring á borð við Mjólkusamsöluna eða verslunarrisa eins og Haga. En þegar gerðir eru samningar við fulltrúa rikisins – sem eru þá jafnframt fulltrúar allra landsmanna – líka þeirra sem ekki starfa við landbúnað – þá er það með öllu óviðunandi að þar komi hvergi að borðinu fulltrúi neytenda; sem eru eiginlega allir landsmenn. Fulltrúar ríkisins í þessum samningum koma úr ráðuneyti landbúnaðar og alkunna er að milli þess ráðuneytis og bændaforystunnar hafa löngum legið slíkir gagnvegir að tómt má er að tala um fulltrúa þess ráðuneytis sem fulltrúa almennings í nokkrum skilningi. Þó ekki væri nema fyrir þessa sök hljóta fulltrúar almennings á alþingi, sem ekki styðja sjálfvirk framlög til landbúnaðarkerfisins, að minnsta kosti að ræskja sig aðeins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun