Heiða Rún vekur athygli á tískuvikunni í London Ritstjórn skrifar 19. september 2016 22:30 Glamour/Getty Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed eins og hún er þekkt í Bretlandi, vakti athygli er hún sótti tískuvikuna í London um helgina. Heiða leikur eitt aðalhlutverkana í sjónvarpsþáttunum bresku Poldark og hefur náð ákveðnum stjörnustatus þar í landi. Breska pressan hrósar henni hástert fyrir smekklegt fataval á tískuvikunni en hún sat á fremsta bekk á sýningu Antonio Berardi klædd í hvíta buxnadragt frá merkinu. Síðar um daginn var hún aftur mætt á sýningu Roksöndu og þá í dökkbláum fallegum kjól eftir hönnuðinn. Flott og smekkleg, og okkur finnst ekkert skrýtið að Heiða sé að vekja athygli enda stórglæsileg og hæfileikarík leikkona. Á sýningu Antonio Berardi.Í fallegum kjól eftir Roksanda.Flottur fremsti bekkur. Glamour Tíska Mest lesið Húsgagnasýning Artek í Pennanum Glamour Flóamarkaður í anda Vetements Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Nike Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Vandræðalegustu tískuaugnablik ársins Glamour Ein flík, endalausir möguleikar Glamour Morgunrútína Bellu Hadid er snilldarlega auðveld Glamour Eru háir hælar hættulegir? Glamour Hillary Clinton afslöppuð er hún kom fram í annað sinn síðan í forsetakosningunum Glamour Stjörnumprýddur dregill á Bafta Glamour
Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed eins og hún er þekkt í Bretlandi, vakti athygli er hún sótti tískuvikuna í London um helgina. Heiða leikur eitt aðalhlutverkana í sjónvarpsþáttunum bresku Poldark og hefur náð ákveðnum stjörnustatus þar í landi. Breska pressan hrósar henni hástert fyrir smekklegt fataval á tískuvikunni en hún sat á fremsta bekk á sýningu Antonio Berardi klædd í hvíta buxnadragt frá merkinu. Síðar um daginn var hún aftur mætt á sýningu Roksöndu og þá í dökkbláum fallegum kjól eftir hönnuðinn. Flott og smekkleg, og okkur finnst ekkert skrýtið að Heiða sé að vekja athygli enda stórglæsileg og hæfileikarík leikkona. Á sýningu Antonio Berardi.Í fallegum kjól eftir Roksanda.Flottur fremsti bekkur.
Glamour Tíska Mest lesið Húsgagnasýning Artek í Pennanum Glamour Flóamarkaður í anda Vetements Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Nike Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Vandræðalegustu tískuaugnablik ársins Glamour Ein flík, endalausir möguleikar Glamour Morgunrútína Bellu Hadid er snilldarlega auðveld Glamour Eru háir hælar hættulegir? Glamour Hillary Clinton afslöppuð er hún kom fram í annað sinn síðan í forsetakosningunum Glamour Stjörnumprýddur dregill á Bafta Glamour