Ferrari smíðar einn LaFerrari enn til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2016 09:13 Ferrari LaFerrari. Ferrari smíðaði allt til ársins 2015 ein 499 eintök af ofurbílnum LaFerrari og ekki stóð til að fjölga þeim. Forstjóra ítalska sportbílaframleiðandans, Sergio Marchionne, er þó fátt mannlegt óviðkomandi og hefur hann ákveðið að smíða eitt eintak af bílnum enn og bjóða hann upp til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna sem riðið hafa yfir Ítalíu nýverið. Bíllinn verður boðinn upp og allt eins má búast við að þetta fimm hundraðasta eintak seljist á meira en þá 1,3 milljón dollara sem hin eintök bílsins kostuðu. Því gætu safnast hátt í 200 milljónir króna til styrktar fórnarlömbunum á jarðskjálftasvæðinu ef vel verður í boðið. Ferrari LaFerrari er enginn venjulegur sportbíll því hann er með 949 hestafla drifrás sem samanstendur af V12 brunavél og öflugum rafmótorum. Fyrir vikið er þessi bíll einn hraðasti bíll sögunnar og öll eintökin sem til eru af honum teljast söfnunareintök sem eiga jafnvel eftir að hækka í verði með árunum. Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent
Ferrari smíðaði allt til ársins 2015 ein 499 eintök af ofurbílnum LaFerrari og ekki stóð til að fjölga þeim. Forstjóra ítalska sportbílaframleiðandans, Sergio Marchionne, er þó fátt mannlegt óviðkomandi og hefur hann ákveðið að smíða eitt eintak af bílnum enn og bjóða hann upp til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna sem riðið hafa yfir Ítalíu nýverið. Bíllinn verður boðinn upp og allt eins má búast við að þetta fimm hundraðasta eintak seljist á meira en þá 1,3 milljón dollara sem hin eintök bílsins kostuðu. Því gætu safnast hátt í 200 milljónir króna til styrktar fórnarlömbunum á jarðskjálftasvæðinu ef vel verður í boðið. Ferrari LaFerrari er enginn venjulegur sportbíll því hann er með 949 hestafla drifrás sem samanstendur af V12 brunavél og öflugum rafmótorum. Fyrir vikið er þessi bíll einn hraðasti bíll sögunnar og öll eintökin sem til eru af honum teljast söfnunareintök sem eiga jafnvel eftir að hækka í verði með árunum.
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent