Milljónir króna í kostnað á busaböllunum í menntó Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. september 2016 12:00 Busaböll eru fyrsta reynsla ansi margra af skemmtanalífinu og þar verða oft til góðar minningar - hjá sumum að minnsta kosti. Nú er sá tími ársins sem framhaldsskólarnir eru rétt byrjaðir og busaböllin fara að detta í gang. Böllin eru nokkuð mismunandi eftir skólum en flestir skólanna hafa að minnsta kosti einn þekktan popptónlistarmann á dagskrá ásamt því að plötusnúður kemur fram. Stærð dansleikjanna fer augljóslega eftir því hversu stór skólinn er og þar eru stærstu skólar höfuðborgarsvæðisins fremstir í flokki. Menntaskólinn við Hamrahlíð lagði til að mynda ansi mikið í sitt ball, sem var haldið í Vodafonehöllinni í gær – þar kom fram tónlistarmaðurinn G4SHI sem kom hingað til lands frá New York, auk Sturlu Atlas. Nemendafélagið bjó einnig til lag og myndband þar sem rapparinn Kött Grá Pjé var fenginn með. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn nemendafélaganna sem skipuleggja þessi böll til að skoða hver kostnaðurinn er við að halda busaball, hver aðalkostnaðarliðurinn væri og hvað væri gert við gróðann. Svörin voru nokkuð mismunandi, en stærstu útgjaldaliðirnir eru laun til tónlistarfólks eða leiga á sal undir herlegheitin, auk tækjabúnaðar sem yfirleitt fylgir ekki salnum. Kostnaður er frá einni milljón upp í fimm milljónir. Almennt þurfa nemendur skólanna að borga 2.500 til 3.500 krónur inn á böllin en gestir þurfa að borga örlítið meira fyrir miðann. Ágóðinn er ekki mikill og oftast koma böllin út á núlli, en tekjurnar geta þó náð upp í allt að 500 þúsund krónum. Ágóðinn er notaður til að halda fleiri böll og viðburði á vegum nemendafélaganna.Busaböll geta virkað sem ágætis mælikvarði á hverslags tónlist er vinsæl hjá unga fólkinu í dag. Vinsælustu tónlistarmennirnir á busaböllum þessa árs eru Sturla Atlas og Emmsjé Gauti en ókrýndur konungur busaballanna er hjartaknúsarinn og stórstjarnan Aron Can, enda er hann gífurlega vinsæll og auk þess á framhaldsskólaaldri sjálfur. „Ég er að spila á alltof mörgum busaböllum. Ég er að spila á fimm eða sex böllum – ég tek „Back to back“ þar sem ég er að spila í Tækniskólanum og fer síðan til Keflavíkur sama kvöld að spila þar. En jú, þetta er gaman, það er geðveikt að sjá muninn á skólunum, hvernig fólkið er og hvernig fólk er að taka í þetta. Þetta er auðvitað fólk sem þekkir mann og veit hver maður er. Síðan er þetta fólk sem er að byrja að djamma þannig að allir eru illa góðir á því,“ segir Aron Can, en það var hálfgert kraftaverk að ná honum í síma svona rétt á milli dansleikja. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Nú er sá tími ársins sem framhaldsskólarnir eru rétt byrjaðir og busaböllin fara að detta í gang. Böllin eru nokkuð mismunandi eftir skólum en flestir skólanna hafa að minnsta kosti einn þekktan popptónlistarmann á dagskrá ásamt því að plötusnúður kemur fram. Stærð dansleikjanna fer augljóslega eftir því hversu stór skólinn er og þar eru stærstu skólar höfuðborgarsvæðisins fremstir í flokki. Menntaskólinn við Hamrahlíð lagði til að mynda ansi mikið í sitt ball, sem var haldið í Vodafonehöllinni í gær – þar kom fram tónlistarmaðurinn G4SHI sem kom hingað til lands frá New York, auk Sturlu Atlas. Nemendafélagið bjó einnig til lag og myndband þar sem rapparinn Kött Grá Pjé var fenginn með. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn nemendafélaganna sem skipuleggja þessi böll til að skoða hver kostnaðurinn er við að halda busaball, hver aðalkostnaðarliðurinn væri og hvað væri gert við gróðann. Svörin voru nokkuð mismunandi, en stærstu útgjaldaliðirnir eru laun til tónlistarfólks eða leiga á sal undir herlegheitin, auk tækjabúnaðar sem yfirleitt fylgir ekki salnum. Kostnaður er frá einni milljón upp í fimm milljónir. Almennt þurfa nemendur skólanna að borga 2.500 til 3.500 krónur inn á böllin en gestir þurfa að borga örlítið meira fyrir miðann. Ágóðinn er ekki mikill og oftast koma böllin út á núlli, en tekjurnar geta þó náð upp í allt að 500 þúsund krónum. Ágóðinn er notaður til að halda fleiri böll og viðburði á vegum nemendafélaganna.Busaböll geta virkað sem ágætis mælikvarði á hverslags tónlist er vinsæl hjá unga fólkinu í dag. Vinsælustu tónlistarmennirnir á busaböllum þessa árs eru Sturla Atlas og Emmsjé Gauti en ókrýndur konungur busaballanna er hjartaknúsarinn og stórstjarnan Aron Can, enda er hann gífurlega vinsæll og auk þess á framhaldsskólaaldri sjálfur. „Ég er að spila á alltof mörgum busaböllum. Ég er að spila á fimm eða sex böllum – ég tek „Back to back“ þar sem ég er að spila í Tækniskólanum og fer síðan til Keflavíkur sama kvöld að spila þar. En jú, þetta er gaman, það er geðveikt að sjá muninn á skólunum, hvernig fólkið er og hvernig fólk er að taka í þetta. Þetta er auðvitað fólk sem þekkir mann og veit hver maður er. Síðan er þetta fólk sem er að byrja að djamma þannig að allir eru illa góðir á því,“ segir Aron Can, en það var hálfgert kraftaverk að ná honum í síma svona rétt á milli dansleikja.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira