Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Eiðnum Stefán Árni Pálsson skrifar 1. september 2016 13:15 Spennumyndin Eiðurinn er ný kvikmynd eftir Baltasar Kormák. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 9. september og á kvikmyndahátíðinni í Toronto sömu helgi. Í byrjun ágústmánaðar var fyrsta stiklan úr myndinni frumsýnd. Nú hefur Lífið fengið aðra glænýja stiklu í hendurnar og má með sanni segja að um svakalega spennumynd sé að ræða. Myndin segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Að þessu sinni er Baltasar ekki einungis leikstjóri og einn af framleiðandum myndarinnar, heldur leikur hann einnig aðalhlutverið. Hera Hilmarsdóttir leikur dótturina, Önnu og Gísli Örn Garðarsson er í hlutverki kærastans. Handritið er byggt á upprunalegri sögu Ólafs Egils Egilssonar, en er skrifað af þeim Ólafi og Baltasar. RVK Studios framleiðir myndina í samstarfi við Film4 í Bretlandi og ZDF í Þýskalandi, en framleiðendur eru þeir Baltasar Kormákur og Magnús Viðar Sigurðsson. Hér að ofan má sjá þetta flotta sýnishorn. Bíó og sjónvarp Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Spennumyndin Eiðurinn er ný kvikmynd eftir Baltasar Kormák. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 9. september og á kvikmyndahátíðinni í Toronto sömu helgi. Í byrjun ágústmánaðar var fyrsta stiklan úr myndinni frumsýnd. Nú hefur Lífið fengið aðra glænýja stiklu í hendurnar og má með sanni segja að um svakalega spennumynd sé að ræða. Myndin segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Að þessu sinni er Baltasar ekki einungis leikstjóri og einn af framleiðandum myndarinnar, heldur leikur hann einnig aðalhlutverið. Hera Hilmarsdóttir leikur dótturina, Önnu og Gísli Örn Garðarsson er í hlutverki kærastans. Handritið er byggt á upprunalegri sögu Ólafs Egils Egilssonar, en er skrifað af þeim Ólafi og Baltasar. RVK Studios framleiðir myndina í samstarfi við Film4 í Bretlandi og ZDF í Þýskalandi, en framleiðendur eru þeir Baltasar Kormákur og Magnús Viðar Sigurðsson. Hér að ofan má sjá þetta flotta sýnishorn.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira