Chloë Sevigny heiðursgestur RIFF Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 3. september 2016 08:00 Fyrsta stuttmynd Chloë Sevigny, Kitty, verður sýnd á RIFF. Leikkonan, fyrrverandi fyrirsætan, fatahönnuðurinn og leikstjórinn Chloë Sevigny verður einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF í ár. Fyrsta stuttmynd Sevigny, Kitty, verður sýnd á hátíðinni en myndin var lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún öðlaðist töluverða frægð ung að árum og var meðal annars nefnd ein svalasta stelpa í heimi í sjö blaðsíðna grein sem skrifuð var um hana í tímaritið The New Yorker. Hún fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndunum Kids og Boys Don't Cry. Að auki er hún margrómuð fyrir stíl sinn og hefur tekið virkan þátt í og átt frumkvæði að umræðunni um femínisma í kvikmyndagerð og stöðluð kynjahlutverk í Hollywood. Einnig verða leikstjórarnir Darren Aronovsky og Deepa Mehta heiðursgestir á hátíðinni en Aronovsky leikstýrði hinni margverðlaunuðu kvikmynd Black Swan og Mehta er einna þekktust fyrir þríleikinn Fire, Earth og Water. Kitty keppir til verðlauna á hátíðinni í flokki erlendra stuttmynda en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun eru veitt í flokknum. Sevigny verður viðstödd sýninguna og svarar spurningum gesta að sýningu lokinni. RIFF verður sett í þrettánda sinn þann 29. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá nýlegt viðtal við Sevigny um Kitty.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. september. Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Sundáhrifin opnunarmynd RIFF Opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár er myndin Sundáhrifin eftir leikstjórann Sólveigu Anspach. Á meðan á tökum stóð háði Sólveig baráttu við krabbamein og lést hún í ágúst á síðasta ári. Í myndinni 11. ágúst 2016 09:00 InnSæi frumsýnd á RIFF: Hlustaðu á titillagið í flutningi Högna í Hjaltalín Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður frumsýnd á Íslandi á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, þann 6. október næstkomandi. 1. september 2016 10:29 Frankenstein og Greppibarnið sýnd í sundbíói RIFF Hið árlega sundbíó kvikmyndahátíðarinnar RIFF verður ekki af verri endanum í ár. Bíóið fer fram 1. október en þá verða sýndar kvikmyndirnar Greppibarnið og Frankenstein. 25. ágúst 2016 09:30 Fjórtán stuttmyndir frumsýndar Fjórtán íslenskar stuttmyndir hafa verið valdar til þátttöku á RIFF sem hefst þann 29. september. Umfjöllun arefni myndanna er fjölbreytt og er hvort tveggja um að ræða leiknar og heimildarmyndir. 1. september 2016 09:30 Mest lesið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Októberspá Siggu Kling – Hrútur: Slepptu aðeins tökunum, þá ferðu með straumnum í rétta átt Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Leikkonan, fyrrverandi fyrirsætan, fatahönnuðurinn og leikstjórinn Chloë Sevigny verður einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF í ár. Fyrsta stuttmynd Sevigny, Kitty, verður sýnd á hátíðinni en myndin var lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún öðlaðist töluverða frægð ung að árum og var meðal annars nefnd ein svalasta stelpa í heimi í sjö blaðsíðna grein sem skrifuð var um hana í tímaritið The New Yorker. Hún fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndunum Kids og Boys Don't Cry. Að auki er hún margrómuð fyrir stíl sinn og hefur tekið virkan þátt í og átt frumkvæði að umræðunni um femínisma í kvikmyndagerð og stöðluð kynjahlutverk í Hollywood. Einnig verða leikstjórarnir Darren Aronovsky og Deepa Mehta heiðursgestir á hátíðinni en Aronovsky leikstýrði hinni margverðlaunuðu kvikmynd Black Swan og Mehta er einna þekktust fyrir þríleikinn Fire, Earth og Water. Kitty keppir til verðlauna á hátíðinni í flokki erlendra stuttmynda en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun eru veitt í flokknum. Sevigny verður viðstödd sýninguna og svarar spurningum gesta að sýningu lokinni. RIFF verður sett í þrettánda sinn þann 29. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá nýlegt viðtal við Sevigny um Kitty.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. september.
Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Sundáhrifin opnunarmynd RIFF Opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár er myndin Sundáhrifin eftir leikstjórann Sólveigu Anspach. Á meðan á tökum stóð háði Sólveig baráttu við krabbamein og lést hún í ágúst á síðasta ári. Í myndinni 11. ágúst 2016 09:00 InnSæi frumsýnd á RIFF: Hlustaðu á titillagið í flutningi Högna í Hjaltalín Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður frumsýnd á Íslandi á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, þann 6. október næstkomandi. 1. september 2016 10:29 Frankenstein og Greppibarnið sýnd í sundbíói RIFF Hið árlega sundbíó kvikmyndahátíðarinnar RIFF verður ekki af verri endanum í ár. Bíóið fer fram 1. október en þá verða sýndar kvikmyndirnar Greppibarnið og Frankenstein. 25. ágúst 2016 09:30 Fjórtán stuttmyndir frumsýndar Fjórtán íslenskar stuttmyndir hafa verið valdar til þátttöku á RIFF sem hefst þann 29. september. Umfjöllun arefni myndanna er fjölbreytt og er hvort tveggja um að ræða leiknar og heimildarmyndir. 1. september 2016 09:30 Mest lesið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Októberspá Siggu Kling – Hrútur: Slepptu aðeins tökunum, þá ferðu með straumnum í rétta átt Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Sundáhrifin opnunarmynd RIFF Opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár er myndin Sundáhrifin eftir leikstjórann Sólveigu Anspach. Á meðan á tökum stóð háði Sólveig baráttu við krabbamein og lést hún í ágúst á síðasta ári. Í myndinni 11. ágúst 2016 09:00
InnSæi frumsýnd á RIFF: Hlustaðu á titillagið í flutningi Högna í Hjaltalín Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður frumsýnd á Íslandi á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, þann 6. október næstkomandi. 1. september 2016 10:29
Frankenstein og Greppibarnið sýnd í sundbíói RIFF Hið árlega sundbíó kvikmyndahátíðarinnar RIFF verður ekki af verri endanum í ár. Bíóið fer fram 1. október en þá verða sýndar kvikmyndirnar Greppibarnið og Frankenstein. 25. ágúst 2016 09:30
Fjórtán stuttmyndir frumsýndar Fjórtán íslenskar stuttmyndir hafa verið valdar til þátttöku á RIFF sem hefst þann 29. september. Umfjöllun arefni myndanna er fjölbreytt og er hvort tveggja um að ræða leiknar og heimildarmyndir. 1. september 2016 09:30