Chloë Sevigny heiðursgestur RIFF Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 3. september 2016 08:00 Fyrsta stuttmynd Chloë Sevigny, Kitty, verður sýnd á RIFF. Leikkonan, fyrrverandi fyrirsætan, fatahönnuðurinn og leikstjórinn Chloë Sevigny verður einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF í ár. Fyrsta stuttmynd Sevigny, Kitty, verður sýnd á hátíðinni en myndin var lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún öðlaðist töluverða frægð ung að árum og var meðal annars nefnd ein svalasta stelpa í heimi í sjö blaðsíðna grein sem skrifuð var um hana í tímaritið The New Yorker. Hún fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndunum Kids og Boys Don't Cry. Að auki er hún margrómuð fyrir stíl sinn og hefur tekið virkan þátt í og átt frumkvæði að umræðunni um femínisma í kvikmyndagerð og stöðluð kynjahlutverk í Hollywood. Einnig verða leikstjórarnir Darren Aronovsky og Deepa Mehta heiðursgestir á hátíðinni en Aronovsky leikstýrði hinni margverðlaunuðu kvikmynd Black Swan og Mehta er einna þekktust fyrir þríleikinn Fire, Earth og Water. Kitty keppir til verðlauna á hátíðinni í flokki erlendra stuttmynda en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun eru veitt í flokknum. Sevigny verður viðstödd sýninguna og svarar spurningum gesta að sýningu lokinni. RIFF verður sett í þrettánda sinn þann 29. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá nýlegt viðtal við Sevigny um Kitty.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. september. Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Sundáhrifin opnunarmynd RIFF Opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár er myndin Sundáhrifin eftir leikstjórann Sólveigu Anspach. Á meðan á tökum stóð háði Sólveig baráttu við krabbamein og lést hún í ágúst á síðasta ári. Í myndinni 11. ágúst 2016 09:00 InnSæi frumsýnd á RIFF: Hlustaðu á titillagið í flutningi Högna í Hjaltalín Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður frumsýnd á Íslandi á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, þann 6. október næstkomandi. 1. september 2016 10:29 Frankenstein og Greppibarnið sýnd í sundbíói RIFF Hið árlega sundbíó kvikmyndahátíðarinnar RIFF verður ekki af verri endanum í ár. Bíóið fer fram 1. október en þá verða sýndar kvikmyndirnar Greppibarnið og Frankenstein. 25. ágúst 2016 09:30 Fjórtán stuttmyndir frumsýndar Fjórtán íslenskar stuttmyndir hafa verið valdar til þátttöku á RIFF sem hefst þann 29. september. Umfjöllun arefni myndanna er fjölbreytt og er hvort tveggja um að ræða leiknar og heimildarmyndir. 1. september 2016 09:30 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikkonan, fyrrverandi fyrirsætan, fatahönnuðurinn og leikstjórinn Chloë Sevigny verður einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF í ár. Fyrsta stuttmynd Sevigny, Kitty, verður sýnd á hátíðinni en myndin var lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún öðlaðist töluverða frægð ung að árum og var meðal annars nefnd ein svalasta stelpa í heimi í sjö blaðsíðna grein sem skrifuð var um hana í tímaritið The New Yorker. Hún fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndunum Kids og Boys Don't Cry. Að auki er hún margrómuð fyrir stíl sinn og hefur tekið virkan þátt í og átt frumkvæði að umræðunni um femínisma í kvikmyndagerð og stöðluð kynjahlutverk í Hollywood. Einnig verða leikstjórarnir Darren Aronovsky og Deepa Mehta heiðursgestir á hátíðinni en Aronovsky leikstýrði hinni margverðlaunuðu kvikmynd Black Swan og Mehta er einna þekktust fyrir þríleikinn Fire, Earth og Water. Kitty keppir til verðlauna á hátíðinni í flokki erlendra stuttmynda en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun eru veitt í flokknum. Sevigny verður viðstödd sýninguna og svarar spurningum gesta að sýningu lokinni. RIFF verður sett í þrettánda sinn þann 29. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá nýlegt viðtal við Sevigny um Kitty.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. september.
Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Sundáhrifin opnunarmynd RIFF Opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár er myndin Sundáhrifin eftir leikstjórann Sólveigu Anspach. Á meðan á tökum stóð háði Sólveig baráttu við krabbamein og lést hún í ágúst á síðasta ári. Í myndinni 11. ágúst 2016 09:00 InnSæi frumsýnd á RIFF: Hlustaðu á titillagið í flutningi Högna í Hjaltalín Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður frumsýnd á Íslandi á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, þann 6. október næstkomandi. 1. september 2016 10:29 Frankenstein og Greppibarnið sýnd í sundbíói RIFF Hið árlega sundbíó kvikmyndahátíðarinnar RIFF verður ekki af verri endanum í ár. Bíóið fer fram 1. október en þá verða sýndar kvikmyndirnar Greppibarnið og Frankenstein. 25. ágúst 2016 09:30 Fjórtán stuttmyndir frumsýndar Fjórtán íslenskar stuttmyndir hafa verið valdar til þátttöku á RIFF sem hefst þann 29. september. Umfjöllun arefni myndanna er fjölbreytt og er hvort tveggja um að ræða leiknar og heimildarmyndir. 1. september 2016 09:30 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Sundáhrifin opnunarmynd RIFF Opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár er myndin Sundáhrifin eftir leikstjórann Sólveigu Anspach. Á meðan á tökum stóð háði Sólveig baráttu við krabbamein og lést hún í ágúst á síðasta ári. Í myndinni 11. ágúst 2016 09:00
InnSæi frumsýnd á RIFF: Hlustaðu á titillagið í flutningi Högna í Hjaltalín Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður frumsýnd á Íslandi á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, þann 6. október næstkomandi. 1. september 2016 10:29
Frankenstein og Greppibarnið sýnd í sundbíói RIFF Hið árlega sundbíó kvikmyndahátíðarinnar RIFF verður ekki af verri endanum í ár. Bíóið fer fram 1. október en þá verða sýndar kvikmyndirnar Greppibarnið og Frankenstein. 25. ágúst 2016 09:30
Fjórtán stuttmyndir frumsýndar Fjórtán íslenskar stuttmyndir hafa verið valdar til þátttöku á RIFF sem hefst þann 29. september. Umfjöllun arefni myndanna er fjölbreytt og er hvort tveggja um að ræða leiknar og heimildarmyndir. 1. september 2016 09:30
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein