Fótbolti

Kolbeinn missir af leiknum gegn Úkraínu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn er nýgenginn í raðir tyrkneska stórliðsins Galatasary.
Kolbeinn er nýgenginn í raðir tyrkneska stórliðsins Galatasary. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson verður ekki með íslenska fótboltalandsliðinu í leiknum gegn Úkraínu á mánudaginn vegna hnémeiðsla. Þetta kemur fram á vef KSÍ.

Kolbeinn hefur verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum og lækni landsliðsins í Frankfurt, þar sem liðið er við æfingar en nú hefur verið ákveðið að tefla honum ekki fram í leiknum í Kænugarði.

Ákvörðunin er tekin í fullu samràði leikmannsins sjàlfan, þjàlfara íslenska liðsins og sjúkrateymis. Kolbeinn heldur nú til Tyrklands þar sem hann fer í frekari skoðun og meðferð hjá læknateymi Galatasaray.

Enginn leikmaður verður kallaður inn fyrir Kolbein sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi.

Þrír framherjar eru eftir í íslenska hópnum: Alfreð Finnbogason, Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×