Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið.
Þetta er fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni HM en hann fer fram á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. Engir áhorfendur verða á leiknum en Úkraínumenn taka út refsingu vegna slæmrar hegðunar stuðningsmanna liðsins í undankeppni EM 2016.
Turpin, sem er 34 ára, byrjaði að dæma í frönsku úrvalsdeildinni 2008 og hefur verið FIFA-dómari frá 2010.
Turpin dæmdi tvo leiki á EM í Frakklandi í sumar. Hann dæmdi annars vegar leik N-Írlands og Þýskalands og hins vegar leik Austurríkis og Ungverjalandi í riðli okkar Íslendinga. Turpin dæmdi einnig tvo leiki á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar.
Turpin hefur ekki áður dæmt hjá íslenska A-landsliðinu en hann dæmdi leik U-21 árs landsliðsins gegn Englandi fyrir fimm árum.
Frakki dæmir leikinn í Kænugarði

Tengdar fréttir

Kolbeinn missir af leiknum gegn Úkraínu
Kolbeinn Sigþórsson verður ekki með íslenska fótboltalandsliðinu í leiknum gegn Úkraínu á mánudaginn vegna hnémeiðsla.