Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. september 2016 11:53 Heimir Hallgrímsson er orðinn einn aðalþjálfari Íslands. vísir/getty Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu hefja leik í undankeppni HM 2018 annað kvöld þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Íslenska liðið er búið að vera lengur saman en oft áður fyrir leik í undankeppni en það kaus að spila ekki vináttuleik heldur æfa saman í Frankfurt í nokkra daga áður en haldið var til Úkraínu.Sjá einnig:Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig „Stemningin er góð. Það er búið að fara vel um okkur. Þetta hefur verið afslappaðri undirbúningur en oft áður sem var tilgangurinn. Annars hefur nánast allt gengið upp,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi Íslands í morgun. Heimir og strákarnir urðu fyrir áfalli á föstudaginn þegar ljóst var að Kolbeinn Sigþórsson gæti ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en hann er lang markahæstur núverandi hóps.Kolbeinn verður ekki með.vísir/gettyEngu breytt „Við breytum engu þó við missum Kolbein úr liðinu. Við spilum eins og við lögðum upp með sama hvort hann væri með eða ekki,“ sagði Heimir ákveðinn, en hvernig er mótherjinn? „Úkraínska liðið er með mjög góða leikmenn sem spila í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Þeir spila margir með sama liði þannig þeir þekkjast vel. Þeir leggja mikið á sig og eru agaðir.“ „Ég veit að stuðningsmenn Úkraínu voru óánægðir með gengið á EM en liðið spilaði mjög vel þar þó úrslitin féllu ekki með því. Ég hef ekkert nema góða hluti að segja um úkraínska liðið,“ sagði Heimir. Leikurinn á morgun verður sá fyrsti sem Heimir stýrir sem aðalþjálfari íslenska landsliðsins án Lars Lagerbäcks. Breytingarnar verða ekki miklar á spilamennskunni fyrst um sinn. „Við vinnum alveg eins og núna og við höfum gert síðustu fjögur árin. Ég er heppinn að hafa lært af Lars síðustu fjögur ár. Við höldum bara áfram að gera það sama sem virðist hafa virkað fyrir Ísland,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00 Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00 Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06 Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15 Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Sjá meira
Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu hefja leik í undankeppni HM 2018 annað kvöld þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Íslenska liðið er búið að vera lengur saman en oft áður fyrir leik í undankeppni en það kaus að spila ekki vináttuleik heldur æfa saman í Frankfurt í nokkra daga áður en haldið var til Úkraínu.Sjá einnig:Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig „Stemningin er góð. Það er búið að fara vel um okkur. Þetta hefur verið afslappaðri undirbúningur en oft áður sem var tilgangurinn. Annars hefur nánast allt gengið upp,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi Íslands í morgun. Heimir og strákarnir urðu fyrir áfalli á föstudaginn þegar ljóst var að Kolbeinn Sigþórsson gæti ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en hann er lang markahæstur núverandi hóps.Kolbeinn verður ekki með.vísir/gettyEngu breytt „Við breytum engu þó við missum Kolbein úr liðinu. Við spilum eins og við lögðum upp með sama hvort hann væri með eða ekki,“ sagði Heimir ákveðinn, en hvernig er mótherjinn? „Úkraínska liðið er með mjög góða leikmenn sem spila í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Þeir spila margir með sama liði þannig þeir þekkjast vel. Þeir leggja mikið á sig og eru agaðir.“ „Ég veit að stuðningsmenn Úkraínu voru óánægðir með gengið á EM en liðið spilaði mjög vel þar þó úrslitin féllu ekki með því. Ég hef ekkert nema góða hluti að segja um úkraínska liðið,“ sagði Heimir. Leikurinn á morgun verður sá fyrsti sem Heimir stýrir sem aðalþjálfari íslenska landsliðsins án Lars Lagerbäcks. Breytingarnar verða ekki miklar á spilamennskunni fyrst um sinn. „Við vinnum alveg eins og núna og við höfum gert síðustu fjögur árin. Ég er heppinn að hafa lært af Lars síðustu fjögur ár. Við höldum bara áfram að gera það sama sem virðist hafa virkað fyrir Ísland,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00 Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00 Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06 Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15 Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Sjá meira
Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00
Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00
Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06
Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15
Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15